Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 128
Tímarit Máls og menningar
fjóss voru. En Glúmur hafði um kvöld-
ið hnýtt saman hala á öllum nautum í
fjósi. Þá gekk Grímur í hvílugólf það,
er var hjá sæng þeirra Helga, og setti
þar niður fyrir framan það, er hann
hafði í hendi, og gekk síðan að sæng-
inni og lagði af Helga klæðin. Hann
vaknaði við og mælti: „Tókstu á mér,
Þórdís, eða hví var svo köld hönd þín?“
„Eigi tók ég á þér,“ sagði hún, „og
óvar ert þú. Uggir mig, að til mikils
dragi um.“ Og eftir það sofnuðu þau.
Þá gekk Grímur að Helga og tók hönd
Þórdísar af honum, er hún hafði lagt
yfir hann. Grímur mælti: „Vaki þú,
Helgi, fullsofið er.“ En síðan lagði
Grímur sverðinu á Helga, svo að stóð í
gegnum hann. Helgi mælti: „Vaki svein-
ar í seti, maður vegur að mér.“ Þá tók
Grímur tré það, er hann hafði niður
sett, og kastaði. Það kom í skíðahlaðann,
og hljóp hann ofan. Nú hlaupa menn
upp í skálanum og ætluðu þangað veg-
andann hlaupið hafa, er skarkið var að
heyra. En Grímur sneri til sömu dyra,
sem hann gekk inn. Þá greip maður um
Grím miðjan og vóg hann upp á bringu
sér, og var það Arnoddur. Hann mælti:
„Til þér hingað. Eg held óhappamann-
inum.“ Þá mælti Grímur: „Vesæll ertu
halds og lát mig lausan. Eg vildi hefna
Helga." Þá lét Arnoddur fara aðra
höndina um hann og fann, að hann var
berfættur og í línklæðum. Lét hann þá
Grím lausan og mælti: „Því lét ég laust
þar, að ég mundi eigi vita, að betur
væri, að ég hefði haldið.“ Þá hljóp
Grimur til dyra og komst út, en Þor-
kell rekur aftur hurð, en Glúmur slag-
brand fyrir, og fara þeir til jarðhúss
síns og hafa þar fylgsni.“
í formála sínum að útgáfu Fornrita-
félagsins að Gísla sögu telur dr. Björn
K. Þórólfsson ljóst, að Gísla saga hafi
tekið áhrifum frá Droplaugarsona sögu
varðandi framangreinda vígslýsingu,
enda eru þessar tvær frásagnir líkar um
margt. Rök dr. Björns eru þau, að tvö
atriði, sem eru sameiginleg báðum frá-
sögnunum, þ. e. vegandi er fáklæddur
og vegandi hnýtir saman naut á hölum,
séu eðlileg í Droplaugarsona sögu, en
óþörf í hinni. Grímur Droplaugarson
var fáklæddur, og það bjargaði honum,
en engin skýring er gefin á því í Gísla
sögu, hvers vegna Gísli fer svo fáklædd-
ur til vígs, og var þá þó frost. Drop-
laugarsona saga skýrir tilgang þess, að
nautin eru bundin saman á hölum, en
svo er ekki í Gísla sögu, og reyndar
hefði þetta skv. lýsingunni þar jafnt taf-
ið Gísla sem eftirleitarmenn hans.4) Dr.
Jón Jóhannesson, sem gaf út Austfirð-
ingasögur í útgáfu Fornritafélagsins,
fellst í formála þess bindis5) á niður-
stöðu dr. Björns, en bendir þó á, að i
Gísla sögu sé greint frá því, hvers vegna
aðaldyr bæjarins voru opnar, en á þessu
sé engin skýring gefin í Droplaugarsona
sögu. Dr. Jón skýrir þennan galla Drop-
laugarsona sögu með klaufalegri notkun
forrits. Vakin skal athygli á, að búning-
ur Gísla umrædda nótt kann að eiga
að sýna forsjálni hans. Auk þess hefðu
gestir Gísla síður grunað hann um að
vera valdan að víginu, ef einhver þeirra
varð var við brottför hans og vissi jafn-
framt, að hann var fáklæddur.
Fyrir fáum árum tók Th. M. Ander-
son eldri athuganir á ýmsum þáttum í
Gísla sögu til endurmats, m. a. frásögn-
ina af vígi Þorgríms og sambandið við
Droplaugarsona sögu. Anderson kemst
að þeirri niðurstöðu, að Droplaugarsona
saga hafi þegið vígslýsinguna frá Gísla
sögu, og eru rök hans þau, að höfundur
Droplaugarsona sögu hafi ekki skilið alla
þætti frásagnar þeirrar, sem hann þáði,
366