Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 39
Um fátcektina og vorið
en réð ekki við hina edduna níu eða tíu ára gömul, enda enginn sem
sagði mér til. Ég held nú að ekki hefði þurft annað.
Það var reynt að setja mig til hannyrða, og hvílíkra hannyrða. Sumt
var ættað frá Noregi, sumt frá Danmörku, sumt kallaðist franskt, annað
enskt, hið þriðja feneyskt. Ekkert af þessu gat kallazt íslenzkt. Ekki þótti
mér þetta seinlega stagl með fínum sporum eiga neitt skylt við heimslist-
ina, og ekki gat heitið í því neinn lærdómur um form og liti, heldur var
þetta utanað lærður þrældómur anda og sálarmyrðandi og lítið gaman að
hlutnum þegar hann var tilbúinn, líklega ekki til annars en að stinga hon-
um í eldinn.
Æ, fátækt, hví yfirgafstu mig aldrei? Ég sá við þér samt, líklega á sama
hátt og Jesús gerði löngu á undan mér, þegar hann talar um þá hluti
sem ekki fái mölur né ryð grandað og það sem enginn megi frá oss taka.
Samt held ég ekki að ég hafi höndlað Himnaríki.
Fátæktin olli því, að ég komst í skuldir. Hér var einn, hér annar sem
ég hafði komið inn fyrir dyr hjá, æ af ógáti, þegið beina hjá, jafnvel gist.
Aldrei hefur mér tekizt að afplána þetta. Hvað átti ég af mér að gera?
Stúlka getur ekki gengið á fjöllum einsömul, þó kind geti það.
Vorið.
Það vorar ekki á Islandi eins og gerir í byggðum Iöndum (Island er
óbyggt að kalla, nema þessi höfuðborg á nesinu), sinuhagarnir eru gráir
fram eftir öllu, en sauðféð, þessi bitvargur, leggst á nálina græna, granna
og fína, óvíða laufgast runni, og vindurinn er oft bitur. A Islandi er lífið
beiskt, beiskast á vorin. Þá var það sem Margréti Hjálmsdóttur þótti
merkilegast að lifa á árinu. Að liðnum afmælisdegi hennar 30. maí þótti
henni það ár vera liðið að kalla, af því að henni þótti vorið þá vera liðið.
En ég skildi aldrei hvað það var sem hún kallaði vor, nema það hafi
verið asinn og hlákan og kvak lóunnar; gróandinn var það ekki. Varla
hefur það verið sú dýrð að eiga að fara út til að vinna á vellinum, þessi
erfiðisvinna í kalsa og næðingum. En útivinnan, það var hennar líf og
yndi, hún var óðara þotin út hvenær sem færi gafst og farin að vinna að
því sem fyrir hendi var: að kljúfa flögu eða hreykja, að mala taðið í
þessari skrýtnu kvörn, sem nú sést hvergi framar, að hreinsa engjarnar,
277