Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 40
Timarit Máls og menningar
og fór ég stundum með henni í þá vinnu, en ekki gat ég fylgt henni að
jafnaði, því hún var miklu harðgerðari og þolnari en ég var þá.
A vorin gætti ég að blómum, og það þótti mér merkilegast við vorið
að blóm spruttu. Fyrst kom vorblóm nokkurt óásjálegt og var kallað
lambagras. Það bar engan ilm og varla nokkurn lit. Það var fátækt blóm
eins og vér börn vorum; samt varð ég því fegin. Það vildi spretta í veggj-
um eða börðum rétt við rofið. Síðan kom sjálft lambagrasið, þessi litla
þúst á digurri seigri rót, ólesandi. Fallega roðna þær á vorin þessar þústir,
síðan standa þær grænar sumarlangt, og er þá af þeim allur þokki. Síðan
komu mörg blóm, geldingahnappur, þurr viðkomu og harður og skiptir
limm eftir aldri. Þessir blómskúfar prýða hrjóstrin. Ljósberinn ilmar, og
hef ég oft borið hann fyrir vitum lengi. Jafnast nokkur ilmur við þenna?
Holtasóleyin hefur það til að þekja holtin, hún er fegurst blóma sem þar
vaxa, og þegar hún fellir krónublöðin, vex henni snúin bifukolla. Síðan
svífa fræin léttilega fyrir vindi. I mýrinni vex engjasóleyjan; hana hef ég
skoðað oft og vandlega, og hvert er það blóm í heimahögunum sem ég
gáði ekki að hvert sinn á rölti mínu um þessa landareign? Þau sneru
höfði móti sólinni, blómin, heilsuðu henni að morgni, blómaaugun eltu
geislann allt fram að sólarlagi; í logni, þegar hlýr raki var nógur í mold-
inni, leið öllu vel, sól, jörð og jurt varð að einu í heimi þar sem einskis
var vant.
Hófsóleyin kom í túnið á undan öðrum blómum og spratt þar sem
blautast var; hana tíndi ég og lét í glas. Það gerði Eugenía keisara-
drottning í Frakklandi einnig. Þetta var þykk jurt og gljúp, en ekki sér-
lega fríð. Síðan kom brennisóleyin. Blómið glóði sem silki, en mér þótti
samt gullmuran fegri. Hún spratt utantúns. A eyrunum spratt tágamuran.
Fífillinn greri í varpanum, hann var vandlátastur að viðurgerningi, og
baldursbráin, en hún var sögð hið versta illgresi ef hún komst í túnið, en
þangað komst hún aldrei, því hún felldi aldrei fræ áður en slegið var og
komst aldrei út fyrir kálgarðsvegginn. A honum spratt gulmaðran og hvít-
maðran og krossmaðran og umfeðmingurinn barst þangað með torfu utan
úr mýri og greri vel.
Arið 1918 gerði flóð og flæddi inn á túnið úr Grímsá og Hvítá, og var
þetta algengt svo að fara varð á bátum til húsanna, en flóð þetta skildi
eftir nýja jurt í kalblettunum, dúnurtina, sem síðan hefur hrakizt út í tóft-
arbrotin og skurðvæturnar í túnjaðrinum, en var ekki útdauð þegar ég
vissi síðast.
278