Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 140
Tímarit Máls og menningar
legan einfaldleika „Poemas Humanos"
eftir að hafa barist í gegnum eða svaml-
að í löngu súrrealísku tímabili. Þú fórst
líka í gegnum langt súrrealískt skeið í
„Residencia en la Tierra", og síðan út í
einfaldleika „Odas Elementales". Er það
ekki einkennilegt að þið hafið báðir fet-
að sömu braut?
Ég dái Vallejo. Ég dáði hann alltaf,
við vorum bræður. Samt sem áður vor-
um við mjög ólíkir, einkum hvað kyn-
flokki viðkemur. Hann var Perúbúi.
Hann var mjög perúískur maður, og í
mínum augum er perúískur maður nokk-
uð sem er athyglisvert. Við vorum frá
ólíkum heimum. Ég hef aldrei hugsað
út í það sem þú ert að segja. Mér
þykir mjög gaman að því hvernig þú
nálgast okkur, að þú færir okkur nær
hvor öðrum í heimi verka okkar. Þetta
hefur mér aldrei dottið í hug. Ég hef
gaman af því.
— Hvernig var Vallejo þegar fund-
um ykkar bar saman? Var hann örgeðja
eða hcegur og rólyndur?
Vallejo var venjulega mjög alvarleg-
ur í bragði, hátíðlegur og virðulegur.
Hann hafði hátt enni og var lágur vexti
og hélt sig mjög afsíðis. En meðal vina
— ég veit ekki hvort hann var svo
meðal annarra, en hann var þannig
meðal okkar — þar hef ég séð hann
hoppandi af gleði, hoppandi. Svo ég
kynntist að minnsta kosti þessum tveim
hliðum hans.
— Mönnum er tíðnett um „indíánsk
einkenni" sem þeir sjá í mörgum suður-
ameriskum kvceðum og sögum. Hvað er
það eiginlega?
Hjá Vallejo kemur það fram sem há-
leitur hugsanagangur, tjáningarmáti
sem ekki er beinn heldur óbeinn. Ég er
ekki þannig. Ég er kastilíanskt skáld. I
Chile verjum við Indíánana, og flestir
ef ekki allir Suður-Ameríkubúar hafa
eitthvert indíánablóð í æðum sér. Ég
líka. En ég held ekki að verk mín séu
að neinu leyti indíánsk.
— I „Residencia" grófust Ijóð þín ce
dýþra niður í örvcentingu, eins og mað-
ur sem grefur t svarta mold. Svo sner-
irðu þér að öðru, og skáldskapur þinn
beindist ce meir í átt að einfaldleika.
Var það að einhverju leyti vegna þess
hve afdráttarlaust spcenska borgarastyrj-
Jildin sýndi fram á að fólk var brýnnar
hjálpar þurfi?
Þú orðar þetta mjög vel, — satt er
það. Sjáðu til, þegar ég skrifaði „Resi-
dencia I og 11“ bjó ég á Indlandi. Ég
var tuttugu og eins, tuttugu og tveggia
og tuttugu og þriggja ára gamall. Ég
var einangraður frá Indverjunum, sem
ég þekkti ekki, og einnig frá Englend-
ingunum, sem ég skildi ekki, né skildu
þeir mig, og ég var í mjög einmanalegri
aðstöðu. Ég var í æsilegu landi sem ég
gat ekki komist til botns í, sem ég gat
ekki vel skilið. Þetta voru mér einmana-
leg ár. 1934 var ég færður sem ræðis-
maður til Madrid. Borgarastyrjöldin
hjálpaði mér og veitti mér innblástur
til að lifa nær fólkinu, að skilja meira
og vera eðlilegri. I fyrsta sinn fannst
mér ég heyra samfélagi til.
— Hafa skoðanir þínar á Rilke og
..Poetas Celestes" breyst frá því þú ortir
Ijóðið þar sem þú réðist á þá?
— Já, ég verð að segja að mér hefur
oft skjátlast í lífi mínu. Ég var ein-
strengingslegur og heimskur. En hug-
myndaferli mínum verður ekki breytt.
Mér skjátlaðist vegna óraunsæis míns,
378