Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 67
Vandinn að þýða Ijóð
fyrir því að þýðingin heppnist, einungis frumskilyrði þess að til nokkurs
hlutar sé að byrja á þýðingunni.
Síðan, þegar frumdrög hafa verið gerð að þýðingu, blæ ljóðsins hefur
verið náð a. m. k. að einhverju leyti, - það hefur kannski ekki tekið nema
nokkrar mínútur eða nokkra klukkutíma - þá hefst að jafnaði, en þó ekki
alltaf, löng og þreytandi vinna, sífelld endurskoðun sem getur tekið vikur,
mánuði og ár. Þurfa menn að vera miklir endurskoðunarsinnar, ef þeir
ætla að leggja fyrir sig ljóðaþýðingar. I hverri setningu geta blasað við
vafaatriði, hvað eigi endanlega að standa. Og þegar þýðingin hefur svo
verið prentuð, ef hún kemst til þeirrar virðingar, þá sér þýðandinn að eitt-
hvað skortir á til að öllu réttlæti sé fullnægt. Hann veit að ljóðið er á ein-
hvern hátt annað en það sem hann hafði fyrir framan sig á frummálinu.
Um þessa erfiðleika sem ljóðaþýðingum eru samfara mætti skrifa langt
mál, en ég ætla aðeins að drepa á örfá atriði úr reynslu minni. Fyrst ætla
ég að minnast á heitið á einu órímuðu ljóði úr Arstíð i víti (Une saison en
enfer) og upphaf þess. Rimbaud kallar það „Mauvais sang“ og ég þýddi
það „Illt blóð".
En var nú rétt að þýða þetta þannig? Greinilegt var af textanum sjálf-
um að með orðunum „Mauvais sang“ var átt við slæmt kyn eða slæman
kynþátt, vondan stofn. Skáldið byrjar beinlínis á að lýsa því hvaða ein-
kenni það hafi frá forfeðrum sínum, Göllunum: „l’oeil bleu blanc, la
cervette étroite, et la maladresse dans la lutte“, og meira en þetta: „tous
les vices, colere, luxure, — magnifiqtie la luxure'. En síðan verður óljóst
hvaðan hann kunni að hafa sum einkennin, vonda blóðið er ekki allt frá
Göllunum.
Atti ég þá að þýða þetta slæmur kynþáttur eða kannski nöðrukyn eða
eitthvað þessháttar? Mér hefði fundist það hljóma falskt, ekki eiga nógu
vel við Rimbaud, en hinsvegar í ætt við bókarheiti sem ég hefði séð á
einhverjum reyfara. Oðrum kynni að hafa þótt það betra en „Illt blóð“.
Og hversvegna illt blóð? Hversvegna ekki slæmt blóð eða vont blóð? Það
varð ég auðvitað að ráða við mig, ég varð að velja á milli. En hvaða af-
sökun hafði ég fyrir að þýða þetta þannig, ef engin hliðstæða varðandi
kyngöfgi eða skort á kyngöfgi var til í íslenskri málvenju? Eg velti þessu
fyrir mér og leitaði að hliðstæðu. Jú, Islendingar tala til dæmis um að
hleypa illu blóði í einhvern, þ. e. a. s. gera einhvern graman eða reiðan.
Þarna var eitthvað, og þó ekki rétta merkingin. Gat ég fundið eitthvað
betra? Jú, íslendingar tala um að einhver hafi þrælablóð og þeir tala um
2 o tmm
305