Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Síða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Síða 67
Vandinn að þýða Ijóð fyrir því að þýðingin heppnist, einungis frumskilyrði þess að til nokkurs hlutar sé að byrja á þýðingunni. Síðan, þegar frumdrög hafa verið gerð að þýðingu, blæ ljóðsins hefur verið náð a. m. k. að einhverju leyti, - það hefur kannski ekki tekið nema nokkrar mínútur eða nokkra klukkutíma - þá hefst að jafnaði, en þó ekki alltaf, löng og þreytandi vinna, sífelld endurskoðun sem getur tekið vikur, mánuði og ár. Þurfa menn að vera miklir endurskoðunarsinnar, ef þeir ætla að leggja fyrir sig ljóðaþýðingar. I hverri setningu geta blasað við vafaatriði, hvað eigi endanlega að standa. Og þegar þýðingin hefur svo verið prentuð, ef hún kemst til þeirrar virðingar, þá sér þýðandinn að eitt- hvað skortir á til að öllu réttlæti sé fullnægt. Hann veit að ljóðið er á ein- hvern hátt annað en það sem hann hafði fyrir framan sig á frummálinu. Um þessa erfiðleika sem ljóðaþýðingum eru samfara mætti skrifa langt mál, en ég ætla aðeins að drepa á örfá atriði úr reynslu minni. Fyrst ætla ég að minnast á heitið á einu órímuðu ljóði úr Arstíð i víti (Une saison en enfer) og upphaf þess. Rimbaud kallar það „Mauvais sang“ og ég þýddi það „Illt blóð". En var nú rétt að þýða þetta þannig? Greinilegt var af textanum sjálf- um að með orðunum „Mauvais sang“ var átt við slæmt kyn eða slæman kynþátt, vondan stofn. Skáldið byrjar beinlínis á að lýsa því hvaða ein- kenni það hafi frá forfeðrum sínum, Göllunum: „l’oeil bleu blanc, la cervette étroite, et la maladresse dans la lutte“, og meira en þetta: „tous les vices, colere, luxure, — magnifiqtie la luxure'. En síðan verður óljóst hvaðan hann kunni að hafa sum einkennin, vonda blóðið er ekki allt frá Göllunum. Atti ég þá að þýða þetta slæmur kynþáttur eða kannski nöðrukyn eða eitthvað þessháttar? Mér hefði fundist það hljóma falskt, ekki eiga nógu vel við Rimbaud, en hinsvegar í ætt við bókarheiti sem ég hefði séð á einhverjum reyfara. Oðrum kynni að hafa þótt það betra en „Illt blóð“. Og hversvegna illt blóð? Hversvegna ekki slæmt blóð eða vont blóð? Það varð ég auðvitað að ráða við mig, ég varð að velja á milli. En hvaða af- sökun hafði ég fyrir að þýða þetta þannig, ef engin hliðstæða varðandi kyngöfgi eða skort á kyngöfgi var til í íslenskri málvenju? Eg velti þessu fyrir mér og leitaði að hliðstæðu. Jú, Islendingar tala til dæmis um að hleypa illu blóði í einhvern, þ. e. a. s. gera einhvern graman eða reiðan. Þarna var eitthvað, og þó ekki rétta merkingin. Gat ég fundið eitthvað betra? Jú, íslendingar tala um að einhver hafi þrælablóð og þeir tala um 2 o tmm 305
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.