Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 47
Káta Lovísa
sýnt á. Hann var mikill á velli, málflutningsmaðurinn; hann var meira en
það, hann var risi að vexti! Að öllum jafnaði gekk hann í öskugráum
sokkum og tröllslegir fætur hans minnm á ganglimi fíls; bak hans, íbjúgt
af fitukeppum, var áþekkast baki skógarbjarnar og utan um þennan
óhemju kropp var oftast strengdur grængrár jakki, svo þétt að jafnskjótt
og létt var á framtölunni rann hann allur í göndul aftur á herðar. En á
þessum feiknarlega búk, sem aukinn var stutmm og digrum svíra, klúkti
tiltölulega lítið höfuð með smáum og votum augum, smtm hnubbaralegu
nefi, hvapmiklum slapandi kinnum og fíngerðum munni, afmörkuðum af
þunglyndislega niðurdregnum munnvikum. Hnöttótt höfuðkúpan, ásamt
efri vörinni, var þakin rytjulegum ljósgulum toppum, sem voru svo gisnir
að alls staðar skein í nakinn hársvörðinn eins og á oföldum hundi...
Æ, öllum mátti ljóst vera að holdafar málflutningsmannsins var ekki sem
heilbrigðast. Risavaxinn búkurinn var allur tútnaður af offitu, án þess að
hafa hina minnsm vöðvastælingu til að bera, og oft mátti sjá skyndilegan
blóðstraum gusast fram í kinnar hans, en víkja síðan jafnskjótt fyrir ná-
bleikum fölva, jafnframt því sem munnur hans afmyndaðist í sársauka-
fullri gretm ...
Viðskipti málflutningsmannsins voru í rýrara lagi. En þar sem hann var
vel efnum búinn, að nokkru vegna heimanmundar, bjuggu hjónin í þægi-
legri íbúð í Keisarastræti. Þau voru barnlaus og héldu uppi fjörugu sam-
kvæmislífi. Þetta síðast nefnda var áreiðanlega runnið undan rifjum frú
Omru, því óhugsandi er að málflutningsmanninum hafi verið mikið um
slíkt gefið, jafnvel þó hann kveldi sig til að sýna málinu áhuga. — Skap-
gerð þessa feita manns var furðuleg. Það var ekki til kurteisari, alúðlegri
og lítillátari maður en hann. En það duldist ekki að þessi yfirtak vinsam-
lega og smeðjulega framkoma var honum ekki með öllu eiginleg, heldur
var vanmernm og öryggisleysi um að kenna. Ekkert getur ógeðfelldara en
mann sem fyrirlítur sjálfan sig en reynir þó að vera alúðlegur af rag-
mennsku eða hégómaskap, og að minni hyggju var þessu þannig farið
með málflutningsmanninn, sem gekk lengra en svo í auðmýkt sinni og
sjálfsniðrun að hann fengi haldið virðingu sinni. Hann átti það til að
komast þannig að orði við borðdömur sínar: „Náðuga frú, ég er leiðin-
legur maður, en viljið þér sýna þá vinsemd... ?“ Og þetta sagði hann án
minnsta ávænings af skopskyni, heldur í angurværum uppgjafartón. -
Eftirfarandi skrýtla er höfð eftir sjónarvotti:
Dag einn þegar málflutningsmaðurinn var úti á rölti, kom ruddalegur
285