Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 79
Ráðherradagar Björns Jónssonar
hjá Þorleifi H. Bjarnason. Þar var ákveðið að vinda bráðan bug að því,
að koma á fundi fyrir alla alþingiskjósendur í Reykjavík og skipta bæn-
um í því skyni í 3 kjördæmi og hafa fundina 3, af því ekkert húsrúm í
bænum rúmaði alla kjósendurna. Var samþykkt að alþingismenn Reykja-
víkur og aðrir þingmenn er ættu þar heima og fundarbjóðendur skyldu
eiga heimilt að sækja alla fundina, en greiða ekki atkvæði nema hver í
sínu kjörhverfi. Daginn eptir var fundarboðið samið hjá Jóni í Múla og
undirskrifað af honum, Jóni Þorlákssyni verkfræðing og Pjetri Zóphónías-
syni og Þorl. H. Bjarnason. Var Pjetri Zóphóníassyni falið á hendur að
útvega fleiri innbjóðendur undir fundarboðið. Jón Þorláksson tókst á hend-
ur að útvega fundarstað í Goodtemplarhúsinu og sjá um dyravörslu og
útgáfu að aðgöngumiðum, og Þorleifur H. Bjarnason að útvega ræðumenn
einn (L. H. Bjarnason tilnefndur af J. Þ.) eða fleiri til þess að hefja um-
ræður. Samþykkt var og að birta fundarboðið í öllum heimastjórnarblöð-
unum og í Isafold og Þjóðviljanum. Sjá fundarboðið í þeim.
Vísur þær, er áður var frá skýrt, hljóða svo:
Lag: Vort Modersmaal er dejligt
Einu sinni ríktu með Dofrum durgar tveir.
Og dýranafni kallaðir voru báðir þeir.
Húðarsali annar, en Húðarselur hinn.
Þeir hugðu ekki á neitt nema maka krókinn sinn.
Þeir rupluðu landssjóðinn, landsins myrtu traust.
Um langan aldur þjóðin úr dróma þeim ei braust.
Þeir hlökkuðu yfir lýðnum og hjú hann töldu sín,
Og helltu sig fulla með níðsterkt Templarvín.
Þeir banka landsins tóku og brutu öll hans lög,
Og bitu þar af skömminni höfuð, keikir mjög.
Þeir höfðu báðir Leppi. Hvor nefndi soninn sinn,
Við saurblað annar þeirra, við leðurprangið hinn.
Við Dofrakarla hreyknir, en hundar Danskinn við,
Með hangandi skottið að jörð þeir drógu kvið,
Við frakkneskan oflátungsglóp, sem ginnti þá
Með gróðavon um spánýjan banka, til að flá.
Þeir samgöngurnar fjötruðu fast í tíu ár,
Með fjárlagabroti, við svik og austur fjár.