Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 142
Umsagnir um bækur
LYKLAKIPPUR OG LÍF
Lífsfögnuður hefur ekki verið sérlega
áberandi í ljóðum ungra skálda; með
hinu opna ljóði mun vera átt við að
ljóðið sé ekki sérstakur sjálfstæður heim-
ur heldur skiki af umheiminum: berar
lýsingar, frásagnir eða athuganir. I Ijóða-
kveri Sigurðar Pálssonar1 birtist lífs-
fögnuðurinn af jafneinlægri tilfinningu
í kveðskap sem minnir á Æra-Tobba
(smámunir), ástarljóði (árstíðasólir II),
veruleikalýsingum (gata meistara al-
berts) og endurminningaljóðum (gras-
ljóð um gamla tíð). Lífsfögnuður af
þessu tagi er nefnilega ekki allur þar
sem hann er séður. Hispursleysi getur
einkennt hann, eða þýðleiki, spaugsemi,
gáski, ábyrgðartilfinning; eða sársauki.
Hinsvegar er hugarvíl óskylt honum,
eða sjálfsupphafning (gleðin er ætíð
sprottin af snertingu, kynnum), enn-
fremur sjálfsvorkunn. Sigurður staðhæf-
ir t. d. án eftirsjár í fyrsta ljóði bókar,
árstíðasólum I:
og ferðinni er heitið heint útí grimman
daginn
Og skirrist ekki við að hlíta því.
Nú veit ég ekki hvort lífsfögnuður
er vænlegri fyrir skáldskap helduren
lífsleiði. Mér dettur í hug Steinn Stein-
1 sigurður pálsson: Ijóð vega salt,
Heimskringla 1975. 91 bls.
arr. Af lífsleiða hans spratt hin tvísæja
gamansemi, hið tvísæja viðhorf til alls
sem var. Að lyktum fór svo að hann
varð á móti öllu: þá er hætta á ferðum.
Lífstrú er skáldi þörf. Eg býst við að
gildi þessara ólíku viðhorfa fari eftir
sannindum þeirra. En því ber ekki að
leyna að lífsfögnuður getur leitt til yfir-
borðsháttar og ógagnrýni. En Sigurður
Pálsson er gagnrýninn og grandvar.
Stóryrðum er hann frábitinn, en þó for-
dæmir hann og dásamar, þ. e. tekur af-
stöðu. Og þó liann virðist líta á sig
hálftíhvoru sem óra-ungling, blessað
barn, eða eitthvað þvíumlíkt, þá eru
bestu kvæðin í bók hans ort af full-
þroska skáldi sem veit hvað það vill og
kann að framreiða efnið á áhrifaríkan
hátt. (Mikið hlýtur það nú að vera hollt
að álíta sig ævilangt óra-ungling eða
blessað barn!) ...
Málfarið á ljóðunum er ýmist ris-
mikið og svolítið torrætt (árstíðasólir),
eða einfalt og ljóst; ávallt ferskt, klið-
mjúkt og myndríkt. Fyrir bregður sér-
viskulegu orðalagi eða óvanalegri setn-
ingaskipun: það gefur ljóðunum sér-
stæðan blæ. Og stíll er rér-viska, birting
persónulegra eiginda, og hefur „eilífðar-
gildi“, að ég held.
Eg minnist þess ekki að breytileiki
mannlegs lífs, sem góðborgari nefnir ör-
yggisleysi og óttast meiren Grýlu, hafi
fyrr verið ákallaður svo sönnum rómi
sem ímynd hamingjunnar. Eg vil nefna
380