Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Síða 142

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Síða 142
Umsagnir um bækur LYKLAKIPPUR OG LÍF Lífsfögnuður hefur ekki verið sérlega áberandi í ljóðum ungra skálda; með hinu opna ljóði mun vera átt við að ljóðið sé ekki sérstakur sjálfstæður heim- ur heldur skiki af umheiminum: berar lýsingar, frásagnir eða athuganir. I Ijóða- kveri Sigurðar Pálssonar1 birtist lífs- fögnuðurinn af jafneinlægri tilfinningu í kveðskap sem minnir á Æra-Tobba (smámunir), ástarljóði (árstíðasólir II), veruleikalýsingum (gata meistara al- berts) og endurminningaljóðum (gras- ljóð um gamla tíð). Lífsfögnuður af þessu tagi er nefnilega ekki allur þar sem hann er séður. Hispursleysi getur einkennt hann, eða þýðleiki, spaugsemi, gáski, ábyrgðartilfinning; eða sársauki. Hinsvegar er hugarvíl óskylt honum, eða sjálfsupphafning (gleðin er ætíð sprottin af snertingu, kynnum), enn- fremur sjálfsvorkunn. Sigurður staðhæf- ir t. d. án eftirsjár í fyrsta ljóði bókar, árstíðasólum I: og ferðinni er heitið heint útí grimman daginn Og skirrist ekki við að hlíta því. Nú veit ég ekki hvort lífsfögnuður er vænlegri fyrir skáldskap helduren lífsleiði. Mér dettur í hug Steinn Stein- 1 sigurður pálsson: Ijóð vega salt, Heimskringla 1975. 91 bls. arr. Af lífsleiða hans spratt hin tvísæja gamansemi, hið tvísæja viðhorf til alls sem var. Að lyktum fór svo að hann varð á móti öllu: þá er hætta á ferðum. Lífstrú er skáldi þörf. Eg býst við að gildi þessara ólíku viðhorfa fari eftir sannindum þeirra. En því ber ekki að leyna að lífsfögnuður getur leitt til yfir- borðsháttar og ógagnrýni. En Sigurður Pálsson er gagnrýninn og grandvar. Stóryrðum er hann frábitinn, en þó for- dæmir hann og dásamar, þ. e. tekur af- stöðu. Og þó liann virðist líta á sig hálftíhvoru sem óra-ungling, blessað barn, eða eitthvað þvíumlíkt, þá eru bestu kvæðin í bók hans ort af full- þroska skáldi sem veit hvað það vill og kann að framreiða efnið á áhrifaríkan hátt. (Mikið hlýtur það nú að vera hollt að álíta sig ævilangt óra-ungling eða blessað barn!) ... Málfarið á ljóðunum er ýmist ris- mikið og svolítið torrætt (árstíðasólir), eða einfalt og ljóst; ávallt ferskt, klið- mjúkt og myndríkt. Fyrir bregður sér- viskulegu orðalagi eða óvanalegri setn- ingaskipun: það gefur ljóðunum sér- stæðan blæ. Og stíll er rér-viska, birting persónulegra eiginda, og hefur „eilífðar- gildi“, að ég held. Eg minnist þess ekki að breytileiki mannlegs lífs, sem góðborgari nefnir ör- yggisleysi og óttast meiren Grýlu, hafi fyrr verið ákallaður svo sönnum rómi sem ímynd hamingjunnar. Eg vil nefna 380
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.