Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar
Það er margt líkt með skyldum, og Popper eru gífuryrði alltöm ekki
síður en Maó oddvita, eins og þeir vita sem gluggað hafa í bækur beggja.
Það þarf því ekki að koma á óvart þegar hann rýkur upp til handa og fóta
andspænis róttækustu gagnrýni kenninga sinna sem fram hefur komið og
kallar gagnrýnandann hatursmann skynseminnar, postula forheimskunar-
innar eða eitthvað í þá veru. Gagnrýnandinn sem fær svo kaldar kveðjur
úr herbúðum Poppers og lærisveina hans er Thomas S. Kuhn, prófessor í
Princeton. Gagnrýni hans birtist fyrst í lítilli bók sem hann lét frá sér fara
árið 1962 og nefndi Innviði vísindalegra byltinga.1'’ Síðan hafa orðið
hinar áköfustu rökræður um efni og kenningu þeirrar bókar á ýmsum vett-
vangi, meðal annars í bókinni Gagnrýni og viðgangur vísindanna, útgef-
inni árið 1970 af þeim Imre Lakatos og Alan Musgrave.18
Thomas S. Kuhn er eins og Popper eðlisfræðingur að mennt, en sér-
grein hans að lokinni skólagöngu var upphaflega síður heimspeki vísind-
anna en saga þeirra. Höfuðrit hans um sögulegt efni fjallar um Kóper-
níkus og er prýðilegt framlag til vísindasögu.19
Þessi fræðigrein Kuhns, vísindasaga, er næsta ný af nálinni sem sjálf-
stæð fræðigrein. En áður en til urðu fyrsm kennarastólar í vísindasögu á
okkar dögum höfðu menn auðvitað lagt smnd á sögu fræða og vísinda
í meira en tvö þúsund ár. Flest rit Aristótelesar, sem eru ýmist kennslubæk-
ur eða handrit að fyrirlestrum, hefjast á sögulegu yfirliti um eldri kenn-
ingar sem hann síðan vinzar úr áður en hann semr fram hina réttu kenn-
ingu þar sem ýmisleg brot úr hinum eldri kenningum, sem voru honum
þókknanleg, eiga sér hvert sinn stað. Og þessum hætti hefur allur þorri
höfunda kennslubóka og margra annarra fræðirita fylgt til þessa dags.
Þannig höfum við smám saman eignazt drög að sögu vísindanna frá upp-
hafi til okkar daga, og við þessi drög hafa sagnfræðingar smðzt þegar þeir
hafa viljað geta vísindanna að nokkru í hinum almennari söguritum. Frá
þeirri vísindasöguritun sem nú er lýst hafa verið fáeinar undantekningar.
En þær hafa aðeins verið undantekningar allt fram á síðustu þrjá eða
fjóra áratugi.
Þegar undantekningin varð að reglu kom eitt og annað í ljós sem áður
var hulið. Kannski má segja, fruntalega sem fyrr, að hin eldri vísindasaga
hafi reynzt vera umfangsmikil sögufölsun í smáu og stóru, með áþekkum
hætti og stjórnmálasaga alræðisríkja sem valdhafar breyta eftir geðþótta
sínum. Og þó, hún er kannski sambærilegri við þá stjórnmálasögu Islend-
256