Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 94
Tímarit Máls og mcnningar
Nýr Þjóðsöngur
„O vond eru forlög þín, vesalings þjóð,1
á vordegi lífsins að falla,"
svo hvískraði ’inn aldni og starandi stóð
sem steini lostinn með þrotinn móð,
er dóttir hans lagðist með lalla.
Og söm eru forlög þín, Frónið mitt kært,
að flekast af þjóðræðis-lalla,
er auðmýkt oss hefir, svívirt og sært,
sem saklausa mey í snöruna fært,
er verður svo vjeluð að falla.
Um2 framkomu’3 ins landræmda, leiðandi manns
mun lengi í sögunni geymast;
um starf hans í þarfir vor, þjóðar og lands
og þó einkum síðustu afrekin hans
aldrei mun glatast nje gleymast.
Ljúgandi sendi hann letraða skrá
um landið allt strandanna á milli
og húsfrúr og bændur hlustuðu á,
þau hjeldu það kæmi guðunum frá,
því sá landræmdi laug nú af snilli.
Hann kjaptaði um sjálfstæði, frelsi og frægð,
þó frelsi og sjálfstæði’ ei þekkti’ hann;
hann kjaptaði og laug af lymsku og slægð
svo loksins varð stjórnin við þjóðina rægð,
því skrif öll og skilríki blekkti’ hann.
Svo kreikaði’ hann suður til konungsins lands,
hann kvaðst hvorki smeikur nje hnugginn,
og leiðarstjörnur hins leiðandi4 5 manns,
lygin og svikinr’ og kjaptæðið hans,
þær fylgdu’ honum fastara’ en skugginn.
1 f krotað fyrir ofan þ (= fljóð). (ÞHB).
2 Á spássíu: En. (ÞHB).
3 Á spássíu: a (í stað u). (ÞHB).
4 landræmda.
5 hræsnin.
332