Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 76
Þorleifur H. Bjarnason
Ráðherradagar Björns Jónssonar
(ii)
Fundur á Sauðárkróki krefst aukaþings
Á Framfundinum barst fundarmönnum fregnir af Sauðárkróksfundinum
(sjá um hann áðurnefnt tölublað Reykjavíkur) og fengu að heyra tillögu
þá sem þar var samþykkt með 15 atkvæðum gegn 11. Höfðu þeir feðgar
Eiríkur Briem og Eggert Briem bæði fyrir og eptir fundinn átt símasamtal
bæði við Olaf Briem og fleiri fulltrúa og sömuleiðis Jón alþ. frá Múla
við Kristján Möller póstafgreiðslumann á Sauðárkrók. Er skýrsla Reykja-
víkur tölubl., 10. janúar, sem fyr var nefnt samin eptir fyrirsögn þeirra,
og verður því að teljast algerlega áreiðanleg í öllum aðalatriðunum.
Sunnudaginn þ. 9. janúar síðdegis var Ritzausbureau eptir frumkvæði
Eggerts Briem sent svolátandi símskeyti um Sauðárkróksfundinn. L. H.
Bjarnason las frumritið og vjek því eitthvað dálítið við og dró það saman.
Telegram 9/1
Ritzau, Köbenhavn.
Saudarkrogsmödet 8/1 foranstaltet (af) Altingsmændene (i) Skagafjordskreds,
begge tilhörende Flertalspartiet, delegerede (fra) Kommunerne. Forargelse (over)
Ministerens Fremfærd overfor Landsbanken. Indgreb (i) Altingets Rettigheder,
Tilsidesættelse (af) Bankloven. Mödets Resolution Altingets Indkaldelse hurtigst.
Lögrétta & Reykjavík.
10. janúar tók verzlunarm. Guðm. Oddgeirsson við stöðu, er hafði verið
búin til handa honum við Landsbankann sem brjefritari bankans við út-
lönd og skuldheimtumaður útlendra ávísana, er bankanum yrðu sendar.
Launin sögð 1800 kr. á ári. Ráðh.^mun hafa talið sjer skylt að launa hon-
um, af því að Guðm. Oddgeirsson hafði, er Thoreskipið Skotland fórst
við Færeyjar fyrir nokkrum árum (1904), hjúfrað mjög að Birni Jónssyni
þáverandi ritstjóra Isafoldar og meðal annars ljeð honum þur sokkaplögg.
Gott er að gera vel fyrir sig og hitta sjálfan sig fyrir!
Þorsteinn Gíslason ritstjóri sagði mjer að kveldi þ. 10. jan., að Jón
314