Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 70
Tímarit Máls og menningar
Ég var í París þegar ég hóf að þýða Ijóð eftir Rimbaud og þýddi nær
eingöngu prósaljóð úr þessum tveimur kverum. En þegar ég var kominn
heim og þýðingar mínar höfðu birst á prenti hitti ég eitt sinn kunningja
minn úr flokki rithöfunda, mann sem kunni frönsku og var vel að sér.
Hann þóttist góður að geta pundað því á mig að ég hefði þýtt vitlaust
bókartitilinn Les llluminations. Eg hefði ekki vitað, að þetta merkti sama
og skreytingar í handritum, lýsingar.
Það mátti að sjálfsögðu og má enn deila um það hvort mér hafði lánast
að velja sómasamlegt íslenskt heiti á þetta ljóðasafn, en mér var kunnugt
um það löngu áður en ég byrjaði á þýðingum mínum, að þegar þessi prósa-
ljóð voru fyrst út gefin árið 1886 og valið heitið Les llluminations, þá
var sú skýring gefin á heitinu að það merkti painted plates sem var prentað
innan sviga undir franska titlinum á fyrstu útgáfum. En þetta var allt
komið frá Verlaine en ekki Rimbaud sem ekkert vissi af þessari útgáfu,
þótt hann væri þá enn á lífi í annarri heimsálfu (Afríku eða Asíu), og
skýringar Verlaines voru síðar meir mjög dregnar í efa sem og titillinn
sjálfur. Aður en ég lét endanlega prenta þýðingar mínar í bók las ég
athugasemdir ensks bókmenntafræðings um þetta efni. Hann fullyrti bein-
línis að það væri fjarstæða að þýða þetta heiti painted. plates (sem er sú
merking sem kunningi minn gat um). Bókmenntafræðingurinn enski lýsti
jafnframt yfir þeirri skoðun sinni að sjálft franska heitið væri vafasamt og
tæki þó út yfir allan þjófabálk að hafa það með ákveðnum greini Les
Illuminations (það mundi verða á íslensku „Lýsingarnar“, samkvæmt
fyrrnefndri merkingu). Um leið og farið er að hugleiða þetta heiti er á
hinn bóginn erfitt að komast hjá því að beina athyglinni að sögu þessa
umrædda ljóðakvers og að ferli skáldsins.
Arið 1871 fór Arthur Rimbaud, sem þá var á sautjánda aldursári, til
fundar við skáldið Verlaine í París. Varð úr þeim kynnum slark mikið
þeirra félaga, en síðar flakk landa á milli sem endaði með þeim hörm-
ungum í Briissel (Belgíu) 1873, að Verlaine skaut úr skammbyssu á vin
sinn, var tekinn fastur og sat í belgísku fangelsi til ársins 1875. Um leið
og hann var laus úr fangelsinu reyndi hann að endurnýja vináttuna eða
það ástasamband sem talið er hafa verið milli þeirra, en Rimbaud var
búinn að fá nóg af Verlaine og skáldskapnum eða hafði orðið fyrir of sár-
um vonbrigðum eða var búinn að taka út óróa gelgjuskeiðsins og eftirköst
þess, nema öllu þessu megi til dreifa, hann sinnti aldrei framar fagurbók-
menntum, svo vitað sé. Hann varð starfsmaður hjá verslunarfyrirtækjum
308