Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 65
Vandinn að þýða Ijóð kunnugt um, einnig lipurleg þýðing á frægu og sögulega merkilegu kvæði eftir Gautier, l’Art (Listin). Nú ætla ég að gerast svo djarfur að minnast lítillega á þýðingar sem ég hef sjálfur af hendi leyst og þó verður það mjög takmarkað og bundið við eitt franskt skáld, Arthur Rimbaud. Ég ætla í fyrsta lagi að skýra frá því hversvegna ég fór að gefa þessum höfundi gaum og hversvegna ég lagði í þann vanda að reyna að snúa einhverju úr verkum hans yfir á ís- lensku, því það gefur, að ég hygg, nokkra hugmynd um hvers eðlis ljóða- þýðingar eru. Það er upphaf þess máls að árið 1959 samdist svo um milli mín og Bókaútgáfu Menningarsjóðs að ég þýddi frönsk ljóð sam komið gætu út í lítilli bók, en skyldi gera nokkra grein fyrir höfundunum. Haustið 1959 fór ég til Parísar og var þar við nám í skóla Alliance fran^aise um vetur- inn. Ég var ekki fyrr búinn að koma mér fyrir í París en ég tók að hug- leiða hvað ég ætti helst að þýða, gluggaði þá í hinar og þessar ljóðabækur til að reyna að átta mig á því hvað mundi henta mér best. I fyrstu las ég ekkert nema hefðbundin eða klassísk Ijóð og hugsaði mér helst að þýða eitthvað gamalt. Ég kynnti mér þá svolítið kveðskap eftir höfunda eins og Ronsard, Villon, Theophile de Viau, Alfred de Vigny, Theophile Gautier, Lamartine og fleiri, en ég var í slæmu sálarástandi um þetta leyti, og enginn af þessum Ijóðasmiðum fullnægði mér eða snart mig nema þá helst til að særa mig og auka á efa minn um Ijóðagerðina. Mér blöskraði hvernig sum þessi skáld gátu til dæmis legið hundflöt fyrir kvenfólkinu, einkum Theophile de Viau sem vinur minn Emil Eyjólfsson kom mér til að lesa, enda skildist mér að það væri tíska um þær mundir að lesa verk hans. Mér sárnaði þessi beiski sannleikur í sumum kvæðunum, kunnáttu- samlega umvafinn rósflúri lyginnar, þar sem skáldið gældi við eymd sína og niðurlægingu. Ég blaðaði í verkum ýmissa helstu skálda Frakka frá liðinni tíð, en allsstaðar var sama sagan: ég hafði farið í geitarhús að leita ullar. Allt er í heiminum hverfult, það vissi ég og þurfti ekki Ronsard til að segja mér það. En hitt vissi ég ekki að svo mjög gætu skynjanir mínar komist á ringulreið að jafnvel fyrrnefnd kenning um hverfulleikann gæti orðið lygi eða að minnsta kosti óvægileg og ósvífin fullyrðing, sem var ekki sett fram til annars en að finna afsökun fyrir þeim manneskjulega skepnuskap að hugsa ekki um neitt nema sjálfan sig, og um leið gat ég þó hugsað með velþóknun um aðra hlið málsins og gripið fegins hendi 303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.