Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Qupperneq 65
Vandinn að þýða Ijóð
kunnugt um, einnig lipurleg þýðing á frægu og sögulega merkilegu kvæði
eftir Gautier, l’Art (Listin).
Nú ætla ég að gerast svo djarfur að minnast lítillega á þýðingar sem
ég hef sjálfur af hendi leyst og þó verður það mjög takmarkað og bundið
við eitt franskt skáld, Arthur Rimbaud. Ég ætla í fyrsta lagi að skýra frá
því hversvegna ég fór að gefa þessum höfundi gaum og hversvegna ég
lagði í þann vanda að reyna að snúa einhverju úr verkum hans yfir á ís-
lensku, því það gefur, að ég hygg, nokkra hugmynd um hvers eðlis ljóða-
þýðingar eru.
Það er upphaf þess máls að árið 1959 samdist svo um milli mín og
Bókaútgáfu Menningarsjóðs að ég þýddi frönsk ljóð sam komið gætu út
í lítilli bók, en skyldi gera nokkra grein fyrir höfundunum. Haustið 1959
fór ég til Parísar og var þar við nám í skóla Alliance fran^aise um vetur-
inn. Ég var ekki fyrr búinn að koma mér fyrir í París en ég tók að hug-
leiða hvað ég ætti helst að þýða, gluggaði þá í hinar og þessar ljóðabækur
til að reyna að átta mig á því hvað mundi henta mér best. I fyrstu las ég
ekkert nema hefðbundin eða klassísk Ijóð og hugsaði mér helst að þýða
eitthvað gamalt. Ég kynnti mér þá svolítið kveðskap eftir höfunda eins
og Ronsard, Villon, Theophile de Viau, Alfred de Vigny, Theophile
Gautier, Lamartine og fleiri, en ég var í slæmu sálarástandi um þetta leyti,
og enginn af þessum Ijóðasmiðum fullnægði mér eða snart mig nema þá
helst til að særa mig og auka á efa minn um Ijóðagerðina. Mér blöskraði
hvernig sum þessi skáld gátu til dæmis legið hundflöt fyrir kvenfólkinu,
einkum Theophile de Viau sem vinur minn Emil Eyjólfsson kom mér til
að lesa, enda skildist mér að það væri tíska um þær mundir að lesa verk
hans. Mér sárnaði þessi beiski sannleikur í sumum kvæðunum, kunnáttu-
samlega umvafinn rósflúri lyginnar, þar sem skáldið gældi við eymd sína
og niðurlægingu. Ég blaðaði í verkum ýmissa helstu skálda Frakka frá
liðinni tíð, en allsstaðar var sama sagan: ég hafði farið í geitarhús að leita
ullar.
Allt er í heiminum hverfult, það vissi ég og þurfti ekki Ronsard til að
segja mér það. En hitt vissi ég ekki að svo mjög gætu skynjanir mínar
komist á ringulreið að jafnvel fyrrnefnd kenning um hverfulleikann gæti
orðið lygi eða að minnsta kosti óvægileg og ósvífin fullyrðing, sem var
ekki sett fram til annars en að finna afsökun fyrir þeim manneskjulega
skepnuskap að hugsa ekki um neitt nema sjálfan sig, og um leið gat ég
þó hugsað með velþóknun um aðra hlið málsins og gripið fegins hendi
303