Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 78
Tímarit Máls og menningar
Um mál þau, er Björn Jónsson hefir höfðað gegn ritstjórum Lögrjettu
og Reykjavíkur og sömuleiðis Olafur Björnsson gegn Jóni Olafssyni og
loks Kr. Jónsson gegn ráðherra, sjá síðar.
Þann 24. janúar 1910 var miðstjórnarfundur haldinn kl. 9 hjá Hannesi
Hafstein. Þar var eptir tillögu Þ. H. Bjarnasonar hreyft því að fá einhvern
til þess að skrifa grein mót ritstjórnargrein þeirri, er birtist laugardaginn
næstan á undan í Isafold um starf rannsóknarnefndarinnar og útdrátt
þann úr skýrslu hennar, er blaðið flutti. Var Þorsteini Gíslasyni falið að
skrifa svar í Lögrjettu, en hann mæltist heldur undan því og kvað Tryggva
Gunnarsson hafa heitið sjer grein og mundi hún nægja. Þá sló í stælu
með Hannesi Hafstein og L. H. Bjarnason út af skyldu Iandsstjórnarinnar
að kvitta og úrskurða reikninga Landsbankans. Lárus hjelt því fram, að
samkvæmt 29. gr. bankalaganna væri landsstjórninni skylt að gera það, en
Hannes Hafstein fullyrti að engin ástæða væri til að úrskurða reikninga,
er engin athugasemd hefði verið gerð við. Jón alþ. Ijet okkur heyra
nokkrar vísur um banka[málið og Birnina sem munu hafa verið ortar af
H. Hafstein. Voru þeir í vísum þeim er Jón hafði yfir nefndir með nafni,
en í síðari útgáfu vísnanna, sem fer hjer á eptir, voru nöfn þeirra feld
burtu og vísunum á ýmsan veg breytt til batnaðar.]
Þann 27. janúar 1910 var miðstjórnarfundur um skýrslu Landsbanka-
rannsóknarnefndarinnar haldinn hjá Jóni alþ. Jónssyni frá Múla. Kom
miðstjórnarmönnum saman um, að nauðsyn bæri til að rita nokkrar grein-
ar um skýrsluna og koma út öllum heimastjórnarblöðunum: Lögrjettu,
Reykjavík og Þjóðólfi, svo að þau kæmust út með gufuskipinu Ingolf, er
fara átti vestur og norður um land daginn eptir. Miðstjórnarmenn, H. H.,
L. H. B., Jón frá Múla og Þ. H. B., tókust á hendur að skrifa sína greinina
hver í Lögrjettu og koma henni út (hálfu blaði) svo árdegis, að hún kæmist
með Ingolf. Jón frá Múla skrifaði fremstu greinina í blaðinu undir merk-
inu O., Hannes Hafstein grein merkta Þ. og Lárus H. Bjarnason grein
með titlinum Lúsaleitin. Grein Þ. H. B. komst ekki að; hefir ritstjóranum
ef til vill þótt hún nokkuð hvöss í garð sumra sjálfstæðismanna, einkum
Ara og Benedikts Sveinssonar; annars var hún líks efnis sem grein Jóns í
Múla.
Boðað til junda í Reykjavík. Vísur um durga tvo
Sunnudaginn þ. 30. janúar var stjórnarfundur í fjelaginu Fram haldinn
316