Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 37
Um játœktina og vorið
að morgni þriðja dags, af því að ekkert fékk hindrað hann. (Þessa sögu
hef ég efazt um.) Nú er vonarglæta framundan um það að ég fái að sleppa
við sjúkdóma mína báða í einu, senn, en öðlast ég þá heilbrigðina? Og
verður fátæktinni þá aflétt?
Fátæktin.
Þessu er ólýsandi. Því hver mundi nenna að lesa langar frásagnir af
fátækt sem aldrei linnti, hinum sömu bágindum dag eftir dag, viku eftir
viku, ár eftir ár, áratug eftir áratug, með breytingum þó og ýmiskonar
linun, sem þó varð of dýr. Þessi sjúkdómur líkist berklaveiki í því, hvað
hann er seigur og langvinnur, meðul finnast og sjúkdómurinn víkur um
set, en er ekki farinn, ekki fremur en mygla og mölur þar sem þau eru
komin. Annað eiga þessir sjúkdómar sameiginlegt: ég hef aldrei trúað því
að ég hefði þá. Hvorttveggja var einskonar ónáttúrlegt uppátæki forlag-
anna (sem ég trúi á). Og sennilega er það ákvörðun forlaganna, að þeir
fylgi mér báðir unz yfir lýkur. Samt er ég sannfærð um það að ég átti
fullan rétt á að lifa án fátæktar og sjúkleika, ég er sannfærð um það ein-
mitt vegna þess að ég get aldrei litið á mig hvorki sem fátækling né
sjúkling. Og ég hef leitað mér einkennilegra undankomuleiða: talið mér
trú um að ég ætti allt: blómin sem ég sé fyrir mér og myndirnar, skemmti-
legar bækur, himin fullan af stjörnum, unaðsleg kvikindi, hugmyndir ótal-
margar hingað og þangað að, og ekki sízt allar þær margbreytilegu pínslir
sem mér hafa hlotnazt. Það er auðlegð fyrir sig. Eða þá ímyndanirnar,
draumana, einnig svefndraumana, þó að þeir væri smndum ljótir og virtust
boða illt.
Ekki bætti þetta þó úr plássleysinu í veröldinni, þvínær fullkomnu skó-
og sokkaleysi, vondum klæðnaði, né því virðingarleysi sem þessari vöntun
fylgdi.
Mikil var þráin eftir póstinum, einhverri nýjung að lesa, og vonbrigði
oftast. Ef bók kom, svo sem skáldsaga eftir Einar Kvaran eða Jón Trausta,
þá var hátíð. Nú liggja allar bækur ólesnar af því að of mikið er tii.
Auk þess er útvarpið komið og kvikmyndirnar og von á sjónvarpinu og
er álitið að þá verði allir ólæsir og síðan vitlausir.
En bókafæðinni kann það að hafa verið að þakka að ég las betur en
ella mundi, og mundi bemr, að hverju gagni sem það kann að hafa komið.
Þessi árátta, lífið, knúði mig ætíð til lestrar. Allar aðrar leiðir virtust
275