Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 54
Tímarit Máls og menningar
heppnaðist herra Hildebrandt að beina samtalinu inn á nýjar brautir. Og
brátt lauk fundinum án þess að niðurstaða fengist um þennan síðasta lið.
Að kvöldi þessa sama dags, þegar Amra var gengin til náða og lá með
opin augun undir sænginni, kom eiginmaður hennar þungum skrefum inn
í herbergið, dró stól að rúmstokknum, settist og sagði lágt og hikandi:
„Heyrðu, Amra, svo maður sé nú hreinskilinn, þá er ég kvalinn af sam-
viskubiti. Ef ég hef verið þumbaralegur við gestina í dag, ef ég hef sýnt
þeim fruntaskap — það veit guð, að ekki var það meining mín! Eða ert þú
í alvöru þeirrar skoðunar ... ? Segðu mér alveg eins og er...“
Amra þagði stundarkorn og augabrúnir hennar lyftust hægt upp á enn-
ið. Því næst yppti hún öxlum og sagði:
„Eg veit ekki hvað segja skal, vinur minn. Þú hefur hagað þér öðru-
vísi en mig hefði getað órað fyrir. Þú hefur færst undan með skætingi að
taka þátt í skemmtiatriðum, sem eingöngu hefðu orðið þér til sóma og
allir bjuggust við af þér. Þú hefur, svo ég noti vægt orðalag, valdið kunn-
ingjum þínum sárum vonbrigðum og eyðilagt veisluna með stirðlyndi
þínu, þó það væri skylda þín sem gestgjafa ...“
Málflutningsmaðurinn hafði hneigt höfði og var orðið stirt um andar-
dráttinn.
„Nei, Amra, ég ætlaði ekki að vera stirfinn, trúðu mér. Eg ætlaði eng-
an að móðga og ekki vanþóknast nokkrum manni. Og ef ég hef komið
skammarlega fram, þá er ég tilbúinn að bæta úr því. Þetta er nú einu
sinni aðeins gaman, meinlaust spaug og leikaraskapur - því ekki það? Eg
vil ekki spilla veislunni, ég er til í allt...“
Síðdegis næsta dag fór Amra sem oftar út í „pínulitlum erindagerðum“.
Hún kom við í Holtsstræti 78 og hélt upp á aðra hæð, þar sem maður
beið hennar. Og meðan hún lá máttfarin af ást, setti hún hökuna við
brjóst og hvíslaði af ákefð:
„Settu það út fjórhent, heyrirðu það! Við leikum bæði undir fyrir hann,
meðan hann syngur og dansar. Eg skal sjá um búninginn ...“
Og kynlegur hrollur, niðurbældur, krampakenndur hlátur hríslaðist um
limi þeirra beggja.
5
Fyrir þá sem ætla að halda stóra garðveislu er enginn staður ákjósan-
legri en salur herra Wendelins við Lævirkjastræti. Hann stendur mitt í
292