Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 120
Tíviarit Máls og menningar sýna fram á kristileg lífsviðhorf í Hrafnkels sögu er með öðrum orðum ekki nauðsynlegt að gera ráð fyrir því að sagan sé klerkleg dæmisaga. Að því er virðist hefur heiðnitalið eilífa, sem á rætur sínar í afdankaðri róm- antík, slegið margan manninn slíkri blindu að hann sér „heiðni“ í gjörv- öllum miðaldabókmenntum Islendinga nema því aðeins að stagazt sé á klerklegum sjónarmiðum í verkunum. Þó ekki væri fyrir annað, þá er verk Hermanns Pálssonar mikils virði þar eð hann hefur reynt að opna augu manna fyrir ýmsum mikilvægum einkennum kristinnar miðalda- menningar, en hún ól af sér blómaskeið bókmennta á Islandi kynslóðum eftir að heiðni og forn siður hafði liðið undir lok. Hér verður ekki fjölyrt um heiðni og kristni í miðaldamenningu Is- lendinga. Á það skal þó bent að allar heimildir okkar um Asatrú eru frá kristnum mönnum komnar, og skráðar heimildir eru teknar saman löngu eftir að kristni hefur sigrað í landinu. Raunar hafði kristnin alla tíð verið tiltölulega sterk á Islandi og Asatrú komin á undanhald og í upplausn þegar við Iandnám. Þegar talað er um „heiðni“ eða „heiðna“ breytni, þá ber að gæta þess að þar er yfirleitt átt við breytni sem er ámælisverð, röng, „ill“ eða „syndsamleg“ frá kristilegu sjónarmiði. Enn má nefna það, og það skiptir miklu meira máli en ætla má við fyrstu athugun, að miðalda- kirkjan tók alls staðar upp alla þá þjóðtrú og hjátrú sem ekki rakst bein- línis á kristna kenningu. Þess vegna verða ekki þau skil í menningarsög- unni við kristnitöku eins og mönnum hættir til að ætla. Sem dæmi má nefna að Oðinn verður að tákni djöfulsins í munni húsfreyjunnar í Reyk- holti þegar hún hugðist stinga augað úr Hvamm-Sturlu. Þar er „Oðinn“ alls ekki lengur sá goðjaðar sem Egill hafði forðum tekið ástfóstri við; hann er orðinn nýtt nafn á Satan. Heiður, æra og stolt skipta Hrafnkel Freysgoða afar miklu, og sama má víst segja um alla „kappa“ og „höfðingja“ fyrr og síðar. En heiður, æra og stolt segja ekkert um heiðni eða kristni, hvorki til né frá. Það er eitt af furðuverkum íslenzkra fræða hve lengi sú bábilja virðist munu hald- ast við lýði að þessi fyrirbrigði gefi til kynna heiðinn sið og Ásatrú. Heið- ur, æra og stolt eru hvorki meira né minna en lykilorð, grundvallaratriði, kristinnar riddaramenningar miðalda. Um það þarf ekki að fjölyrða að þessi fyrirbrigði eru tvíræð frá sjónarmiði kristinnar siðfræði, fela í sér möguleika ills jafnt sem góðs og snúast iðulega í synd eða að minnsta kosti breyskleika. En mælistikan er kristinn dómur og skilgreiningarnar eru samkvæmt kristnum lærdómum. Riddarinn var óhugsandi án kristinna 358
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.