Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 93
Ráðherradagar Björns Jónssonar
þingi verði stefnt saman til aukafundar samkvæmt 6.gr. stjórnarskrárinnar svo
fljótt sem auðið er á komandi sumri.
Hvort þjer takið þessa málaleitun til greina eða ekki, óska eg að þjer látið
uppi sem fyrst og sendið svarið forsetum alþingis.
Til R.í.
Þegar á reyndi vildi samþingismaður Olafs Briems, Jósef Björnsson, ekki
skrifa undir framangreint brjef. Mun þó Olafur hafa lagt að honum. Brjef
að norðan segja og að þingmenn Húnavatnssýslu hafi og reyn2t ófáanlegir
til þess að sinna aukaþingskröfu, og höfðu menn þó eptir kunnugra manna
sögusögn gert sjer von um, að síra Hálfdán Guðjónsson mundi verða
fylgjandi aukaþingskröfunni.
Laugardaginn þ. 16. apríl sagði Jón Þorláksson verkfræðingur mjer,
að Arnesingar væri hættir við að halda fulltrúafund um bankamálið, en
hins vegar væri þeir í samráði við þingmenn sína farnir að safna áskor-
unum til ráðherra um að kveðja til aukaþings og væri sumir fylgismenn
þingmanna, svo sem Símon á Selfossi, farnir að safna áskorunum. Jón
Þorláksson hafði og orðið þess áskynja í austurför sinni, að meiri hlutinn
hafði á fundi einum, sem haldinn var í fyrra áður en þingi var slitið, sam-
þykkt með 17 atkvæðum, að æskilegt væri að halda þingið 1911 nokkru
síðar en lög gerðu ráð fyrir, til þess að þingmenn gætu verið hjer á
þingi á aldarafmæli Jóns forseta Sigurðssonar 17 júní 1911. Sbr. Lög-
rjettu V, 20, 20/IIII 1910 sem greinir frá, að þingmaður Arnesinga Sig.
Sigurðsson hafi á sýslufundi Arnesinga, er haldinn var á Eyrarbakka 11.
apríl og undanfarandi daga lýst því yfir, að hann væri hlynntur aukaþingi
og mundi styðja að því, að það yrði haldið, ef áskorun um það kæmi frá
meiri hluta kjósenda sýslunnar. Sjá meira um aukaþingskröfur Arnesinga
síðar.
Þjóðsöngur Jóhanns í Sveinatungu-
Eptirfarandi vísur hefir Jóhann bóndi Eyjólfsson í Sveinatungu ort
nokkru eptir að Björn Jónsson kom úr utanför sinni sem ráðherra vorið
1909. Handritið lánað mjer af Sigurði Nordal 19/8 1910:
331