Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 138
Tímarit Máls og menningar
beint í kjölfar Eliots fannst Whitman
of grófur, of frumstæður. En Whitman
er nú ekki svo einfaldur, hann er marg-
brotinn maður og bestur þegar hann er
sem margbrotnastur. Hann hafði augun
opin gagnvart heiminum og fræddi okk-
ur um skáldskap og margt annað. Við
höfum dáð hann mjög. Eliot hafði aldrei
mikil áhrif á okkur. Hann er kannski of
vitsmunalegur, við of frumstæðir. Og
svo verða allir að velja sér braut —
fægða og vitsmunalega leið eða bróður-
legri og almennari leið, reyna að faðma
heiminn í kringum sig, uppgötva hinn
nýja heim.
— 1 ritgerSum sínum beindi Eliot
athygli manna að erfðinni. En það sem
þú sagðir áðan virðist merkja að Suður-
Ameríka eigi sér í raun og veru enga
erfð — Ameríka eigi enga erfð — og
að viðurkenna þennan erfðarskort bjóði
upp á nýja möguleika.
Þetta er athyglisvert. En við verðum
að minnast þess að hjá sumum suður-
amerískum skáldum má greina leifar
mjög fornra hugsana- og tjáningar-
venja, til dæmis hinn indíánska hugs-
anagang hjá Vallejo. César Vallejo hef-
ur eitthvað úr djúpum lands síns, Perú,
sem er Indíánaland. Hann er stórfeng-
legt skáld eins og þú veist.
Hvað bókmenntaerfð áhrærir, hvaða
erfð gætum við átt? Spænskur 19. aldar
skáldskapur var mjög lélegur skáldskap-
ur, skrúðmáll og falskur, — síðróman-
tískur í verstu merkingu. Þeir áttu aldrei
gott rómantískt skáld. Þeir áttu engan
Shelley, engan Goethe. Ekkert af því
taginu. Nei, nei, skrúðmáll og inni-
haldslaus.
— Skáldverk þin birta tilfinninga-
tengsl fólks, hlýleika milli manns og
dýrs, samúð með jurtum og slöngum og
einskonar gagnkvcema eftirgjöf manns-
ins og dulvitundar hans. Sýn flestra nú-
tímaskálda er mjög frábrugðin. Hvað
finnst þér um það?
Ja, ég geri mun á skáldskapargrein-
um. Eg er enginn kenningasmiður, en
samt virðist mér skáldskapur sem ortur
er í lokuðum herbergjum vera ein grein.
Eg tek Mallarmé sem dæmi. Eg hef
stundum séð ljósmyndir af herbergjum
hans, þau voru full af litlum, fögrum
hlutum — „abanicos" — blævængjum.
Hann orti fögur ljóð um blævængi. En
herbergi hans voru rykug, öll full af
gluggatjöldum, — ekkert loft. Hann er
stórskáld lokaðra herbergja, og svo virð-
ist sem mörg skáld Nýjaheims feti í fót-
spor hans: þau opna ekki gluggann. Og
það þarf ekki aðeins að opna gluggann
heldur koma út um gluggann og lifa
meðal fljóta og dýra. Eg segði við ung
skáld lands míns — þetta er kannski
okkar erfð — upplifið hlutina, verið í
sjónum, verið í fjöllunum og nálgist
sérhverja lifandi veru. Og er annað hægt
en dásama það þegar svona er komið
til móts við lífið, sem býr yfir svo ótrú-
legum undrum?
Ég bý við ólgandi sæ á Isla Negra —
þar á ég heima — og ég þreytist aldrei
á að horfa einsamall á sjóinn og vinna
þar. Það er mér stöðug upplifun. Ég
veit ekki, kannski er ég einfeldningsleg-
ur 19. aldar náttúruunnandi eins og
hinn mikli rithöfundur ykkar, Thoreau,
og aðrir íhugulir rithöfundar. Ég er ekki
íhugull, en ég held að íhugun sé mikil-
vægur hluti af lífi hvers skálds.
— Þú hefur átt í mörgum pólitísk-
um erjum, barist af þunga og seiglu eins
og björn. Þó hefur pólitíkin ekki gagn-
tekið hug þinn, eins og var um Tolstoj,
37 6