Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 101
Ráðherradagar Björns Jónssonar
sendi Ritzau langt skeyti, og var þar greint frá öllum nöfnum þingmanna
þeirra, sem höfðu undirskrifað aukaþingsáskorunina.
Ráðherra vill skipta um konungkjöma þingmenn
Á miðstjórnarfundinum var og samið svolátandi símskeyti til Hannesar
Hafsteins, bráðabirgða-útibússtjóra á Akureyri:
Ráðherra ætlar að kasta konungkjörnum þingmönnum vegna þriggja þinga setu
og útnefna aðra fyrir næsta þing. Þetta verður að hindra væntanlega með áhrifum
á konung. Gætir þú haft bein eða óbein bréfleg áhrif með næstu póstferð. Svar
apmr.
Hannes Hafstein sendi Jóni Olafssyni ritstjóra svolátandi símskeyti 8.(?)
s. mán.
Brjefleg áhrif (á) kóng mér ómöguleg; gerið kvell í blöðum ytra, ef sannanir. Valtý
skrifað segja kóngi, að alþingi geti ógilt ný kjörbréf vegna stjórnars(k)rábrots.
Stefán skólameistari Stefánsson mun hafa skrifað Valtý.
Þann 9. júní var miðstjórnarfundur haldinn hjá Lárusi H. Bjarnason.
Þar las Jón Olafsson upp framanskrifað skeyti frá H. Hafstein. A fund-
inum var samþykkt að senda Ritzau eptirfarandi skeyti í tilefni af grein,
sem birtist sama dag í Þjóðviljanum. Þorleifur H. Bjarnason las það upp
í talsíma fyrir dr. Birni og tók hann það:
Det samlede Althings Formand, Skúli Thoroddsen skriver Thjodviljinn 9. Juni:
Det synes os rigtigt og selvfölgeligt at Ministeren imödekommer Begæringen om
overordentlig Altingssamling.
Kringum þ. 23. júní var haldinn miðstjórnarfundur kl. 9 s.d. hjá Þor-
leifi H. Bjarnason og þar rætt um, hvað skyldi til bragðs taka til þess að
koma í veg fyrir málshöfðanir þær, sem ráðherra hafði þá nýskeð byrjað
á gegn Lögrjettu og mundi væntanlega halda áfram gegn hinum blöðum
Heimastjórnarflokksins. A fundinum var fastráðið, að heimastjórnarblöðin
og menn þeir, sem hefðu orðið fyrir árásum í Isafold, skyldu aptur höfða
mál gegn ritstjóra Isafoldar. I því skyni hafði þeim afsettu bankastjórum
(Tr. Gunnarssyni, Kristjáni Jónssyni og Eiríki Bríem) verið boðið á fund
þenna. Var leitað hófanna hjá þeim, hvort þeir væri ekki tilleiðanlegir að
fara í mál við Isafold. Tr. Gunnarsson tjáði sig fúsan til þess, en Eiríkur
339