Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 147
veiðasjóði, Fiskifélaginu, Rannsóknar-
stofnun fiskiðnaðarins, Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna, sjávarafurðadeild S.I.
S. og hreinlætisnefnd sjávarútvegsráðu-
neytisins. Skömmu eftir fundinn leitaði
stofnunin líka eftir samvinnu um gerð
áætlunarinnar við hagdeildir Landsbank-
ans og Utvegsbankans og Landssamband
íslenskra útvegsmanna. Aftur á móti
hlaut stofnunin fulltrúa í umsagnar-
nefnd sjávarútvegsráðuneytisins um um-
sóknir frystihúsa um lán úr Fiskveiða-
sjóði, svo að hún hefði aðgang að upp-
lýsingum nefndarinnar.
Framkvæmdastofnunin tók fyrst til
við að safna upplýsingum um frystihús-
in, eins og að líkum lætur. Stofnunin
sendi í júlí 1972 út fyrirspurnir til
allra frystihúsa um ráðgerðar endurbæt-
ur þeirra eða stækkun. „Var jafnframt
óskað sem skýrastra hugmynda um
skiptingu í áraáfanga og fjármögnun af
lánsfé og eigin fé“ (bls. 9). Stofnunin
óskaði svara fyrir 15. ágúst 1972. All-
mörg frystihús svöruðu fyrirspurnunum
vel og greiðlega, en önnur seint og treg-
lega eða jafnvel ekki. I janúar 1974
voru svör frystihúsanna dregin saman í
„Hraðfrystihúsaáætlun, 1. skýrslu:
Aform hraðfrystihúsanna um fram-
kvæmdir og fjármögnun." Svör þeirra
bentu til, að á næsm árum hygðu þau
á fjárfestingu, sem nema mundi samtals
3.807,4 milljónum króna, nokkurn veg-
inn á verðlagi sumarsins 1972. Af þeirri
upphæð yrði 1.812 milljónum króna
varið til að bæta hreinlæti við fisk-
vinnslu. í febrúar 1972 hafði sjávar-
útvegsráðuneytið hins vegar áætlað laus-
lega, að ráðgerð fjárfesting í frystihús-
um mundi nema um 2.200 milljónum
króna og að af þeirri upphæð færu um
1.500 milljónir króna til að bæta hrein-
læti.
Umsagnir um bcekur
Samning áætlunarinnar hafði verið
hafin, áður en svör frystihúsanna voru
dregin saman. „Flest frystihús, sem meiri
háttar áform höfðu á prjónunum, voru
heimsótt til samráðs og upplýsingasöfn-
unar" (bls. 13). I desember 1973 lagði
Framkvæmdastofnunin drög að áætlun-
inni fyrir Fiskveiðasjóð, Landsbankann
og Utvegsbankann. Að því búnu tók
stofnunin til við að fullgera áætlunina.
Samningu hennar var því sem næst lok-
ið 30. apríl 1974, þegar hún hlaut sam-
þykki stjórnarnefndar stofnunarinnar.
„Alkunna er, að rík tilhneiging hefur
verið til of mikillar fjölgunar eininga
í frystiiðnaði og aukningar afkastagem
úr hófi, en tæknilegum og hagrænum
undirbúningi hefur verið ábótavant,
einkum hefur á skort skipulegt mat á
árangri og afrakstri fjárfestingar,“ segir
í greinargerð með áætluninni (bls. 11-
12). Að því er síðan vikið, að álitlegast
jé að meta nýja fjárfestingu eftir arð-
semi. Því varð þó ekki við komið. í
frystihúsum lýmr ný fjárfesting oft að
viðgerðum á eða viðbótum við gömul
mannvirki og endurnýjun þeirra. Aukin
framleiðsla eða sparnaður af hennar
völdum verður varla metinn nákvæm-
lega. Annarrar viðmiðunar en arðsemi er
þess vegna þörf.
Fyrirhuguð fjárfesting í frystihúsum
var metin að þeim hætti, að hún var
fyrst flokkuð, en síðan röguð. Henni var
skipað í þrjá flokka, endurbæmr á
hreinlætisaðstöðu; kaup á vélum og
tækjum; endurbyggingu. Mat fjárfest-
ingar í fyrsta flokknum fór þannig
fram: „Þegar um hollusmháttafram-
kvæmdir var að ræða, einar sér eða
skýrt aðgreindar frá öðmm framkvæmd-
um, var smðst við álit fyrrgreindrar um-
sagnarnefndar. Ennfremur var nefndin
2 5 TMM
385