Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 32
Tímarit Máls og menriingar
öllum áttum blöstu við víðáttur, mestar á himni. Þvínær óendanlegar.
Allar átti ég þær.
Af fátæktinni er það að segja að hún var engin, því Anna var einhvers-
staðar að baki jafnan, eins og gullfjall, óralangt frá ólífisgjánni þeirri
sem er fram undir feigs götum. Fjarska var lífið annars áhyggjulaust.
Hinu var ekki að neita að langt var í kaupstaðinn og yfir óbrúaðar ár
að fara jökulkaldar, en frænda mínum þótti sem sá kuldi sem læstist í
hesta hans færi um hann sjálfan. Síðan tók við manndrápsvatn, síðan
leiðinleg sveit sem heitir Borgarhreppur. (Þar hef ég á bæ nokkrum fengið
versm trakteringar sem ég hef nokkurntíma fengið, flot við floti, spik
við spiki, og spik þar ofan á, síðan spik, aftur spik, flot þar ofan á, allt
nýfært upp löðrandi, engin kartafla, engin brauðsneið, enginn grautur,
enginn drykkur nema flot hafi verið. Auk þess játaði kerlingin að hafa
drepið mág föður míns með því að skvetta framan í hann vatni dauð-
sjúkan meðan konan brá sér frá, eða halda honum varnarlausum niðri í
vatni, unz yfir lauk. Af þessu var hún stolt og hreykin. Kona mannsins
sturlaðist.)
Að loknum Borgarhreppi með öllu sínu floti tók við Borgarnes með
húskofum á strjálingi og fólk í þeim flesmm. Síðan dallurinn, sem flytja
skyldi mig og aðra til Reykjavíkur, gamall svínaflutningadallur danskur,
sem dönskum yfirvöldum þótti orðið ófær til að flytja svín og var hann
því sendur hingað. En þetta var misskilningur, dallur þessi var of vondur
handa mér, því mér varð illt af að sjá hann, og enn ætlar mér að verða
flökurt er ég minnist hans.
Þegar á þetta er litið, sést, að ekki var auðhlaupið að því að flytja
heimsmenninguna upp í Borgarfjörð miðjan, slíkir annmarkar sem þá
voru á samgöngum. Ég hlaut því að norpa heimsmenningarlaus að kalla
margan dag, nema ég sá í bók hvar Guð sveif í miklu veldi undirstöðu-
laust við að skapa heiminn, skipandi himlakroppum með valdi hverjum á
sinn stað, hnyklandi brýn. (Um daginn sá ég myndina sjálfa, en nennti þá
ekki að skoða hana.) Nei, fátækt mín, hún er upplogin frá rótum.
Nóv. 1975.
Fyrir 50 árum áttu íslendingar varla neinn klæðnað, en gátu ekki gengið
naktir í landi sínu og klæddust í tötra. Hvílík neyð. Það er trú mín að
varla sé til þjóðflokkur á hnettinum öllu betur á sig kominn en Islend-
270