Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 102
Tímarit Mdls og menningar
Briem og Kr. Jónsson ljetu ekkert ákveðið uppi að svo komnu. Þó gat
Kristján þess, að hann hefði á nýafstöðnum sáttafundi þ. 21. júnímán.
getið þess við ritstjóra Isafoldar, að hann geymdi sjer rjett til að fara í
mál við hann fyrir persónulegar árásir og meiðyrði, sem hann hefði orðið
fyrir í Isafold. L. H. Bjarnason tókst á hendur að lesa Isafold og skrifa
upp sakarefni þau, er hann rækist á í nefndu blaði, bæði í tilefni af árás-
um þess á heimastjórnarblöðin hjer sem og á einstaka menn.
L. H. Bjarnason skýrði frá því á fundi þessum, að hann hefði þá fyrir
skemmstu átt tal við Forberg ritsímastjóra. Forberg tjáði honum, að hann
hefði fengið brjef frá dönsku bankamönnunum sem svar upp á fyrirspurn
sína til þeirra út af áburði Isafoldar á þjónustumenn ritsímastöðvarinnar
í Reykjavík í vetur, að þeir mundu hafa Ijóstrað upp skeyti, sem annar
eða báðir bankastjórarnir hefðu sent til Danmerkur, eða ekki gætt þagnar-
skyldu sinnar sem skyldi (sbr. umrædd tölublöð af Isafold). Kvaðst For-
berg nú hafa fengið svar bankamannanna dönsku, og hefðu þeir í því
greint frá heimildarmönnum sínum og jafnframt getið þess í brjefinu til
sín, að þeir hefðu skrifað mönnum þessum. En Forberg gat þess jafnframt,
að hann að svo komnu sæi sjer ekki fært að nafngreina þessa tvo menn,
sem hefði komið þessari flugu á bankamennina dönsku, því þá mundi
hann engu fá fram komið, „men blive chikaneret paa alle Kanter“. En í
sama bili og hann sagði þetta, varð Björn ráðherra og Sigríður dóttir hans
á vegi þeirra Lárusar og Forbergs. Varð Forberg þá að orði: „Faa Manden
væk, saa skal De faa Navnene.“ Sat sapienti.
I lok júnímánaðar 1910 færði eg það í tal við Jóhann Kristjánsson af-
greiðslumann Þjóðólfs á afgreiðslustofu blaðsins á Laugavegi, að hann
annaðhvort einn samall eða með einhverjum öðrum tækist það starf á
hendur að lesa fyrirfarandi árganga Isafoldar og gefa síðan út eptir þeim
heimildum pólitískan æfiferil Björns Jónssonar ráðherra og blaðamennsku
hans. Laugardaginn þ. 9. júlí kom hann upp til mín og kvaðst hafa bundið
fjelagsskap við Einar Arnórsson til þess að verða við tilmælum mínum
og kvað fyrsta sýnishornið af samvinnu þeirra hafa birzt í Þjóðólfi 8. júlí
undir nafninu Ráðherrann í stjórnaressi og í Isafold. Kvað hann það vera
fyrirætlun þeirra fjelaga að prenta upp í blaðinu fleiri greinir slíkar og
gefa svo greinarnar út sem sjerprent, og kvað þá vona, að miðstjórn Heima-
stjórnarflokksins vildi eitthvað styrkja þá fyrirætlun. Sagði eg honum, að
eg mundi vilja styðja það eptir megni við meðnefndarmenn mína.
Á miðstjórnarfundi 10. júlí 1910 sem haldinn var hjá Lárusi H. Bjarna-
340