Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 50
Tímarit Máls og menningar
hjartasorgir og áhyggjur eiginmannsins, hafði hann ekki hið minnsta hug-
boð um léttúð konu sinnar.
3
Nú var vorið komið til að gleðja hjörtu manna og Amra hafði fengið
ágætis hugmynd.
„Kristján,“ sagði hún - það var nafn málflutningsmannsins - „við skul-
um halda veislu, reglulegt vorblót með nýbrugguðum sumarbjór - að sjálf-
sögðu einfalda í sniðum, aðeins kalda kálfasteik, en hafa fjölda gesta.“
„Samþykkt,“ svaraði málflutningsmaðurinn. „En gætum við ekki frest-
að henni um smátíma?“
Þessu svaraði Amra ekki, heldur byrjaði strax að leggja niður fyrir sér
skipulag veislunnar.
„Veistu hvað, við höfum svo margt fólk, að stofurnar hérna verða allt-
of litlar. Við verðum að leigja skemmtistað, stóran garðskála, til að hafa
nóg pláss og gott loft. Þetta hlýturðu að skilja. Ég hef einkum í huga stóra
salinn hans herra Wendelins, rétt fyrir neðan Lævirkjastræti. Þessi salur
stendur sér og það er innangengt úr honum í brugghúsið og veitingastof-
urnar. Það er hægt að skreyta hann fyrir veisluna. Og það er hægt að setja
þar upp langborð og drekka þar bjór; svo er hægt að dansa og hlusta á
tónlist, kannski hafa smáleikþætti, því ég man það er svolítið svið þarna,
og það er nú ekki minnst um vert... I fáum orðum sagt, þetta verður
frumlegasta veisla og við skemmtum okkur dýrlega.“
Andlit málflutningsmannsins hafði fölnað lítið eitt meðan Amra lét
dæluna ganga og munnvik hans drógust niður á við. Hann sagði:
„Ég hlakka hjartanlega til veislunnar, elsku Amra mín. Ég veit að eng-
inn er eins snjall í þessum efnum og þú. Hafðu bara þína hentisemi.“
4
Og Amra hafði sína hentisemi. Hún bar málið undir ýmsa góðkunn-
ingja, tók sjálf sal herra Wendelins á leigu og stofnaði meira að segja
eins konar nefnd af samkvæmishetjum, sem annaðhvort höfðu fengið boð
eða komu af eigin hvötum til að fjalla um skemmtiatriðin sem prýða áttu
samkvæmið. í þessari nefnd voru eintómir karlmenn að undantekinni konu
288