Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 112
Tímarit Máls og menningar
fylgjandi skilnaði. — Hvað yrði í framtíðinni ekki hægt að segja.“ Og enn
fremur segir hún: „Ráðgjafi var af engum kallaður, hvorki konungi né
(af) hinu danska ráðaneyti, heldur fór sinna ferða, eins og hann ætlaði
sér, en ekki að neinna boði. Þetta getur Isafold fullyrt eftir bezm heimild-
44
um.
Hvað ætli konungur og stjórn hans segi um sannleiksást Isafoldar og
ráðherra þegar þeim berst þessi fregn. Jón Olafsson símaði þessa staðhæf-
ingu ráðherrablaðsins út til Börsen um miðjan dag þann 23. þ. m. Þá um
morguninn kom nýtt skeyti frá Höfn til Lögréttu og annarra heimastjórnar-
blaðanna svo hljóðandi:
Ráðherra heldur fyrirlestra í lýðháskólum á Jótlandi. Oskar samhygðar og brú-
lagningar milli Danmerkur og íslands. Stjórnarblaðið Riget krefst af ráðherra
skýringar á framkomu Isafoldar.
Á miðstjórnarfundi í síðari hluta desembermánaðar voru að sögn Jóns
Jónssonar frá Múla teknar saman svohljóðandi bendingar til þingmála-
funda, sem heimastjórnarmenn þeir, er slíka fundi sækti, skyldi taka sig
saman um að halda fram á þingmálafundum þeim er í hönd færi, ef þess
væri kostur.
Stjúrnarskrármálið: Leggja áherzlu á, að stjórnarskrárfrumvarp verði af-
greitt frá þinginu. Mótmæla óskiptu þingi (einni málstofu).
Sambandsmálið: Fella allar tillögur um að aðhyllast „stefnu meiri hlut-
ans“ í sambandsmálinu, helzt lýsa óánægju yfir afdrifum þess máls á síð-
asta þingi.
Ráðlag stjómarinnar: Krefjast nefndar á þingi samkvæmt 22. gr. stjórnar-
skrárinnar, til þess að rannsaka ráðlag stjórnarinnar. (Bankamál, Thore-
samningur, silfurbergsnámurnar, afskipti af frönsku og ensku fjárbralli,
lántakan og notkun fjárins, fjárlagabrot, fyrirframfjárgreiðslur, bitlingar
o. s. frv.).
Viðskiptaráðanautur: Mótmæli gegn frekari fjárveiting til viðskiptaráða-
nautsins, óánægja yfir meðferð þess fjár, sem veitt var á síðasta þingi til
viðskiptaráðanauta.
Skattamálin: Reyna að koma í veg fyrir, að menn bindi sig með ályktun-
um um að aðhyllast faktúrutoll (verzlunargjald) eða farmgjald. Helzt mót-
mæla hvorutveggja þessu, sem óframkvæmanlegu og ranglátu ójafnaðar-
gjaldi, er leiði til undanbragða og lögbrota, auk þess sem slík gjöld koma
tiltölulega langþyngst niður á fátækum fjölskyldum.
350