Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 7
Þorsteinn Gylfason
Er vit í vísindum?
i
Þegar við Halldór Guðjónsson þóttumst vita, eftir nokkrar vangaveltur,
um hvað hæfði bezt að fjalla á þessum vettvangi,* kom mér fyrst í hug
að flytja mál mitt undir annarri yfirskrift en þeirri sem á endanum varð
fyrir valinu: „Vörn fyrir vísindi“ skyldi lesturinn heita. En meinið var að
sú yfirskrift hefði að öllum líkindum valdið hrapallegum misskilningi. Því
menn hefðu ugglaust haldið að erindi mitt á þennan fund væri að reyna
að verja fræði og vísindi, eða alla vega einhverjar greinar þeirra, gegn
ýmsum háska sem að þeim steðji utan að, næstum hvaðanæva úr þjóðlíf-
inu, jafnvel gegn beinum ytri árásum. En slíkur háski er vitaskuld marg-
víslegur á síðustu tímum, og þar á hleypidómafull alþýða hverfandi hlut
að máli miðað við voldugar stofnanir samtímans í atvinnulífi og stjórn-
málum, að ekki sé minnzt á þann miðgarðsorm sem kenndur er við fjöl-
miðlun, því hún er mörg miðilsgáfan. Ef til vill hefði ekki verið vanþörf
á slíkri vörn fyrir vísindi hér og nú, þó ekki væri nema í andmælaskyni
við eitt vinsælasta vígorð líðandi stundar: „Með því að gera námið og
prófin að raunhæfri verðmætaskapandi vinnu í þjóðfélaginu mætti m. a.
tengja hinn einangraða Háskóla þjóðfélaginu og vinnu á almennum vinnu-
markaði og myndi þá yfirstandandi nám ekki lengur verða atvinnubóta-
vinna í þjóðfélaginu: Bókvitið verður í askana látið,“1 Þessi tilvitnun er
ekki tekin úr 15da árgangi Vinnuveitandans, tímarits Vinnuveitendasam-
bands Islands, heldur úr 49da árgangi Stiidentablaðsins.
En þrátt fyrir hugsanlega þörf á slíkri vörn fyrir vísindi þá hefði sá
eðlilegi skilningur þeirrar yfirskriftar sem nú er lýst verið mikill misskiln-
ingur. Að svo miklu leyti sem þessum lestri er kannski ætlað, áður en
* Þessi lestur var lesinn Félagi háskólakennara á fundi þess föstudaginn 25ta maí
1973 að frumkvæði Halldórs Guðjónssonar stærðfræðings sem þá var formaður
félagsins. Hann birtist hér svolítið breyttur. Breytingar til bóta á ég að þakka öðr-
um stærðfræðingi, Reyni Axelssyni, og Sigfúsi Daðasyni, ritstjóra.
245