Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 7

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 7
Þorsteinn Gylfason Er vit í vísindum? i Þegar við Halldór Guðjónsson þóttumst vita, eftir nokkrar vangaveltur, um hvað hæfði bezt að fjalla á þessum vettvangi,* kom mér fyrst í hug að flytja mál mitt undir annarri yfirskrift en þeirri sem á endanum varð fyrir valinu: „Vörn fyrir vísindi“ skyldi lesturinn heita. En meinið var að sú yfirskrift hefði að öllum líkindum valdið hrapallegum misskilningi. Því menn hefðu ugglaust haldið að erindi mitt á þennan fund væri að reyna að verja fræði og vísindi, eða alla vega einhverjar greinar þeirra, gegn ýmsum háska sem að þeim steðji utan að, næstum hvaðanæva úr þjóðlíf- inu, jafnvel gegn beinum ytri árásum. En slíkur háski er vitaskuld marg- víslegur á síðustu tímum, og þar á hleypidómafull alþýða hverfandi hlut að máli miðað við voldugar stofnanir samtímans í atvinnulífi og stjórn- málum, að ekki sé minnzt á þann miðgarðsorm sem kenndur er við fjöl- miðlun, því hún er mörg miðilsgáfan. Ef til vill hefði ekki verið vanþörf á slíkri vörn fyrir vísindi hér og nú, þó ekki væri nema í andmælaskyni við eitt vinsælasta vígorð líðandi stundar: „Með því að gera námið og prófin að raunhæfri verðmætaskapandi vinnu í þjóðfélaginu mætti m. a. tengja hinn einangraða Háskóla þjóðfélaginu og vinnu á almennum vinnu- markaði og myndi þá yfirstandandi nám ekki lengur verða atvinnubóta- vinna í þjóðfélaginu: Bókvitið verður í askana látið,“1 Þessi tilvitnun er ekki tekin úr 15da árgangi Vinnuveitandans, tímarits Vinnuveitendasam- bands Islands, heldur úr 49da árgangi Stiidentablaðsins. En þrátt fyrir hugsanlega þörf á slíkri vörn fyrir vísindi þá hefði sá eðlilegi skilningur þeirrar yfirskriftar sem nú er lýst verið mikill misskiln- ingur. Að svo miklu leyti sem þessum lestri er kannski ætlað, áður en * Þessi lestur var lesinn Félagi háskólakennara á fundi þess föstudaginn 25ta maí 1973 að frumkvæði Halldórs Guðjónssonar stærðfræðings sem þá var formaður félagsins. Hann birtist hér svolítið breyttur. Breytingar til bóta á ég að þakka öðr- um stærðfræðingi, Reyni Axelssyni, og Sigfúsi Daðasyni, ritstjóra. 245
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.