Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 31
Málfríðíir Einarsdóttir
Um fátæktina og vorið
Formáli
Ekki kannast ég vel við að hafa skrifað þessa pistla, miklu líklegra þykir
mér að það hafi gert einhver guðs volaður vesalingur, niðursetningur í
stórri sjúkrastofu þar sem gólfið var „hreinsað“ einu sinni á ári með því
að bera á það þykka seigfljótandi olíu (eða var það flot af úldnum sviða-
hausum?), þar sem nátttreyjan mín var stöguð og margstöguð, og af lak-
inu ekki eftir neitt upprunalegt klæðatau, nema verið hafi dræsa og dræsa
á stangli innanum staglið. Allt um kring eitt ofboðslegt úthaf af tali, og
þegar því linnti þá hófst upp 17-raddað hromsöngl, o. s. frv.
Af „plássleysinu í veröldinni“ er þetta að segja: Eg ólst upp þar sem
er víðsýnna en á öðrum stöðum nema á haf sjái, og útsýnið eftir því til-
komumikið og fjölbreytilegt. Slík var ég sjálf, ég lét mér ekki nægja neitt,
heldur fann ég mér nýtt og nýtt að dunda við (og héldu mig allir hand-
ónýta ef ekki vitlausa), og stundum komu bækur á tungumálum sem
enginn hafði kennt mér, það lét ég ekki hindra mig, heldur stautaði mig
og stautaði í þaula fram úr þessu, svona tornæm eins og ég er, en seig,
það er ég. Já, ég er seig.
I húsi mínu var ein hæðin ætluð gestum eins og hún lagði sig, en svo
komu þeir engir, nema einn og einn kindakall í kindaerindum, og sá ég
engan þeirra, en sá í hendi minni að miklu betra væri að ég hefði gesta-
hæðina í húsinu en að enginn hefði hana, síðan valsaði ég þarna eins og ég
ætti, og fékkst enginn um.
Enginn var vondur við mig svo neinu næmi. En einhverntíma var mér
tilkynnt með tilkynningarskyldurækni að einhverjar kerlingar á einhverj-
um bæjum væru á móti mér, og víst kallar líka, æi, hvað kom mér þetta
við? Eina af þessum kerlingartrjónum sá ég þar sem hún staulaðist af-
gömul. Mun allt hafa verið svona ömurlegt í þá daga? Já, það held ég.
Var ég þá hrædd við kerlingartrjónur? Ja svei. Þær settu sig upp yfir mig
með digrum talanda. Og þrengslin mín í veröldinni, þau voru engin. I
269