Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 141
því að Rilke er mikið skáld, alveg eins
og Kafka er mikill rithöfundur. Þú verð-
ur að afsaka mig, en mótsagnirnar —
mönnum verða þær fyrst ljósar er frá
líður, menn sjá að þeim hefur skjátlast.
— Mörgum finnst gceÖi bókmennta-
verka sem nú eru skrifuð sýni hnignun
frá verkum sömdum fyrir þrjátíu árum.
Finnst þér þaðP
Nei, nei, ég held að sköpunarkraftur-
inn sé mikill. Eg sé svo mörg ný skáld-
skaparform hjá ungu skáldunum, form
sem ég hef aldrei fyrr litið. Menn eru
ekki lengur hræddir við reynsluna. Aður
fyrr var mikill ótti við að brjóta ísinn,
en nú er sá ótti ekki lengur fyrir hendi.
Það er dásamlegt.
— Hvernig stendur á því að þú ert
ekki haldinn þessum ótta við reynsluna?
Það tók mig langan tíma að verða
óttalaus. Þegar ég var ungt skáld var ég
dauðhræddur, alveg eins og rotta úti í
horni. Þegar ég var mjög ungur var ég
hræddur við að brjóta öll þau þving-
unarlög sem gagnrýnendur settu okkur.
Nú er ekkert af þessu til. Oll ungu
skáldin koma fram og segja það sem
Lambið og furuköngullinn
þau langar til og gera það sem þau lang-
ar til.
— I einni ritgerða þinna lýstirðu
smáatviki sem kom fyrir þig þegar þú
varst smástrákur og þú heldur að hafi
haft mikil áhrif á skáldskap þinn. Það
var grindverk í bakgarði þínum. Dag
einn rétti litil hönd þér gjöf í gegnum
gat þar á — leikfangalamb. Og þú fórst
inn til þín, komst út aftur og réttir til
baka gegnum gatið þann hlut sem þú
unnir mest — furuköngul.
Já, strákurinn rétti mér Iamb, ullar-
lamb. Það var fallegt.
— Þú sagðir að þetta hefði á ein-
hvern hátt hjálpað þér að skilja að ef
þú gcefir mannkyni eitthvað, þá fengir
þú eitthvað annað aftur jafnvel enn feg-
urra.
Þú hefur frábært minni og þetta er
hárrétt. Eg lærði mikið af þessu í
bernsku minni. Þessi gjafaskipti — dul-
arfull — bjuggu um sig djúpt inni í
mér eins og frækorn.
Gunnar Harðarson þýddi.
[Robert Bly, sem er í hópi fremstu samtímaskálda Bandaríkjanna, tók viðtal þetta
árið 1966 í New York, þegar Neruda var þar á upplestrarferð. Bly (f. 1926) hefur
gefið út þrjár ljóðabækur, Silence in a Snowy Field, 1962, The Light Around the
Body, 1967, og Sleepers Joining Hands, 1973, og hefur auk þess þýtt kvæði eftir
ýmis suður-amerísk og skandinavísk skáld. Hann var mikilvirkur andstæðingur
Víetnam-stríðsins á sínum tíma og afþakkaði t. d. bókmenntaverðlaun í mótmæla-
skyni, en notaði fé úr öðrum til stuðnings liðhlaupum. Bly hefur haft töluverð
áhrif á yngri kynslóð bandarískra skálda með þýðingum sínum, tímaritsskrifum
og skáldskap.]
379