Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 69
Vandinn að þjða Ijóð
nokkrum klukkustundum í þá krossgátu sem þýðandinn verður að brjóta
heilann um dögum og vikum saman út af einu ljóði eða einu atriði í ljóði.
Þýðandinn verður hinsvegar að taka ákvörðun og hann verður einnig að
gera sér Ijóst að það er ekki alltaf hægt að þýða skilyrðislaust í samræmi
við hefð íslenskunnar. Til dæmis er þess að gæta varðandi ljóð, þótt órím-
að sé, að ekki má raska hrynjandinni, en þar getur munað um eitt orð
sem bætt er inn í eða fellt er burt.
Eg hef hér drepið á eitt málfræðilegt og málfarslegt atriði í einu órím-
uðu Ijóði eftir Rimbaud. Þannig gæti ég farið yfir allt ljóðið sem er níu
blaðsíður í íslensku prentuninni, en það yrði þreytandi fyrir lesendur og til
lítillar gleði fyrir mig. Og þótt ég hefði þannig farið yfir það orð fyrir orð,
gæti ég síðan farið yfir það allt aftur frá öðru sjónarmiði, frá sjónarmiði
skáldskaparins, til dæmis hvernig orð sömu merkingar hljóma ekki jafn
vel eða skáldlega á báðum málunum, frönskunni og íslenskunni, o. s. frv.
Og eftir þessar ferðir mundi fara heldur lítið fyrir afreki mínu, þótt nóg
væru heilabrotin meðan verkið var unnið. Eftir stendur nokkuð grámusku-
leg þýðing sem helst má verða til gagns að því leyti sem hún kann að
vekja forvitni og sannfæra þá sem lesið geta frumtextann um það að betur
þyrfti að gera. Þetta er árangurinn eftir margra mánaða starf, og þó var
það ekki til einskis, ef það gat komið skólafólki að haldi og vakið áhuga
á frönskum skáldskap. Það starf var raunar einnig fólgið í því að lesa
ýmislegt um Rimbaud, athuga hvernig aðrir höfðu skilið skáldskapinn,
því þetta var óneitanlega torræður skáldskapur og skýringar bókmennta-
fræðinga margvíslegar. Eg hallaðist vitanlega að þeim skýringum sem voru
hvað mest í samræmi við þann skilning sem ég hafði sjálfur lagt í skáld-
skapinn, t. d. varðandi „Illt blóð“, að það fjallaði um sára reynslu ungs
manns og vonbrigði hans með heiminn.
Ég ætla nú að minnast á eitt lítið en sérkennilegt atriði varðandi þýð-
ingar mínar úr verkum Rimbauds. Prósaljóð hans hafa verið gefin út í
tveimur Ijóðakverum. Annað þeirra (það sem Rimbaud gaf sjálfur út),
heitir Une saison en enfer, þ. e. „Arstíð í víti“, og er greinilegt að sumt
í því kveri hefur orðið til vegna reynslu skáldsins af ævintýralegum slark-
lifnaði með skáldinu Verlaine. Hitt kverið heitir Les llluminations, og ég
hef kallað það á íslensku Uppljómanir. Það er á ýmsan hátt frábrugðið
„Arstíð í víti“ og menn hafa deilt um hvort það hafi verið ort á undan
eða eftir því verki.
307