Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 69
Vandinn að þjða Ijóð nokkrum klukkustundum í þá krossgátu sem þýðandinn verður að brjóta heilann um dögum og vikum saman út af einu ljóði eða einu atriði í ljóði. Þýðandinn verður hinsvegar að taka ákvörðun og hann verður einnig að gera sér Ijóst að það er ekki alltaf hægt að þýða skilyrðislaust í samræmi við hefð íslenskunnar. Til dæmis er þess að gæta varðandi ljóð, þótt órím- að sé, að ekki má raska hrynjandinni, en þar getur munað um eitt orð sem bætt er inn í eða fellt er burt. Eg hef hér drepið á eitt málfræðilegt og málfarslegt atriði í einu órím- uðu Ijóði eftir Rimbaud. Þannig gæti ég farið yfir allt ljóðið sem er níu blaðsíður í íslensku prentuninni, en það yrði þreytandi fyrir lesendur og til lítillar gleði fyrir mig. Og þótt ég hefði þannig farið yfir það orð fyrir orð, gæti ég síðan farið yfir það allt aftur frá öðru sjónarmiði, frá sjónarmiði skáldskaparins, til dæmis hvernig orð sömu merkingar hljóma ekki jafn vel eða skáldlega á báðum málunum, frönskunni og íslenskunni, o. s. frv. Og eftir þessar ferðir mundi fara heldur lítið fyrir afreki mínu, þótt nóg væru heilabrotin meðan verkið var unnið. Eftir stendur nokkuð grámusku- leg þýðing sem helst má verða til gagns að því leyti sem hún kann að vekja forvitni og sannfæra þá sem lesið geta frumtextann um það að betur þyrfti að gera. Þetta er árangurinn eftir margra mánaða starf, og þó var það ekki til einskis, ef það gat komið skólafólki að haldi og vakið áhuga á frönskum skáldskap. Það starf var raunar einnig fólgið í því að lesa ýmislegt um Rimbaud, athuga hvernig aðrir höfðu skilið skáldskapinn, því þetta var óneitanlega torræður skáldskapur og skýringar bókmennta- fræðinga margvíslegar. Eg hallaðist vitanlega að þeim skýringum sem voru hvað mest í samræmi við þann skilning sem ég hafði sjálfur lagt í skáld- skapinn, t. d. varðandi „Illt blóð“, að það fjallaði um sára reynslu ungs manns og vonbrigði hans með heiminn. Ég ætla nú að minnast á eitt lítið en sérkennilegt atriði varðandi þýð- ingar mínar úr verkum Rimbauds. Prósaljóð hans hafa verið gefin út í tveimur Ijóðakverum. Annað þeirra (það sem Rimbaud gaf sjálfur út), heitir Une saison en enfer, þ. e. „Arstíð í víti“, og er greinilegt að sumt í því kveri hefur orðið til vegna reynslu skáldsins af ævintýralegum slark- lifnaði með skáldinu Verlaine. Hitt kverið heitir Les llluminations, og ég hef kallað það á íslensku Uppljómanir. Það er á ýmsan hátt frábrugðið „Arstíð í víti“ og menn hafa deilt um hvort það hafi verið ort á undan eða eftir því verki. 307
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.