Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 46
Thomas Mann
Káta Lovísa
i
Það eru til hjónabönd sem jafnvel fagurfræðingar með þrautagað hug-
myndaflug geta ekki skýrt. Maður verður að líta á þau sem hvern annan
skrípaleik - farsa sem er byggður upp fyrir leiksvið af samleik andstæðna,
eins og til dæmis gamall og heimskur, fagur og fjörlegur.
Um eiginkonu Jakobys málflutningsmanns má segja að hún væri bæði
ung og fögur, já alveg óvenjulega töfrandi kona. Fyrir tæpum þrjátíu ár-
um höfðu henni verið gefin nöfnin, Anna, Margrét, Rósa, Amalía, en
með tímanum hafði það orðið að venju að nota aðeins upphafsstafi nafn-
anna, svo að hún var aldrei kölluð annað en Amra. Og þetta nafn, sem
hafði framandi blæ, fór henni betur en nokkuð annað. Sterkt og mjúkt hár
hennar var ekki dekkra á litinn en kastaníukjarni, en samt hafði húðin
einhvern dökkgulan, suðrænan blæ. Og formin innan við þetta lostsæla
hörund minntu líka á gróskumikinn ávöxt, sem þroskast hefur í sólbreiskju
suðrænna landa. Þessi einkenni birtust líka í letilegum, munúðarfullum
hreyfingum hennar, sem báru með sér að hún væri betur gefin til hjartans
en höfuðsins. Hún þurfti ekki annað en lyfta fallegum brúnunum upp á
lágt ennið og horfa á mann þessum sakleysislegu módökku augum til að
maður skildi það. Og sjálf var hún ekki meiri einfeldningur en svo, að
hún gekk þessa ekki dulin: hún forðaðist blátt áfram að koma upp um
sig með því að segja of mikið - og út á fagra konu sem þegir er ekkert
að setja. En orðið einfeldningur var nú kannski ekki heppilegasta einkunn-
in sem henni varð gefin. Augnaráð hennar bar ekki einvörðungu vitni um
fákænsku, heldur skein út úr því einhver lostafull bragðvísi, og það leyndi
sér ekki að þessi kona var ekki fákænni en svo, að hún gat átt það til að
koma einhverju illu af stað. A vangamynd bar ef til vill full-mikið á nefi
hennar, en blómlegar varirnar voru forkunnar fagrar og lostvekjandi.
Þessi þokkadís var sem sé kona Jakobys málflutningsmanns, en hann
stóð á fertugu um þessar mundir, persóna sem mörgum hafði orðið star-
284