Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 99
Ráðherradagar Björns Jónssonar
Nokkrar vísur um ráðherra ganga hjer meðal manna; hafa sumar þeirra
birzt í Reykjavík, sumar eru svo ljótar og klúrar að varla eru hafandi eptir.
Þessi er ein hin skásta:
Jeg stend hjerna uppi einn
eins og særður hani.
Viltu ekki sonur Sveinn
sigla og ljúga í Dani.
Aðrir hafa hana svo:
Eg mun ljúga alveg einn
eins og minn er vani.
En viltu ekki sonur Sveinn
sigla og ljúga í Dani.
[Reykjavík 2. júlí hefir upphafið svo:
Eg lýg hjer í alla einn
eins og minn er vani o. s. frv.]
Lýtur vísan að sendiför, sem sagt var að Sveinn hefði tekizt á hendur til
útlanda fyrir föður sinn í aprílmánuði.
6. júní sagði Jón alþ. frá Múla mjer, að hann hefði þá fyrir fáum dög-
um farið að hitta Skúla ritst. Thoroddsen til þess að vita hvernig í honum
lægi. Kvað hann Skúla í fyrstu hafa verið afundinn og önugan og hefði
hann hvorki boðið sjer inn eða boðið sjer sæti. En hann hefði látið sem
hann yrði ekki var við það, sezt niður og farið að skeggræða við hann.
Hefði Skúli þá brátt þiðnað og gerst allskrafhreyfinn, þegar Jón fór að
tala um pólitík. Aukaþing vildi hann ekki hafa; en því hjet hann Jóni,
að bæði skyldi hann hefja máls á því í blaði sínu, að ekki væri takanda í
mál eptir því sem nú væri komið að fresta þinginu, eins og nokkrir flokks-
menn Sjálfstæðisflokksins hefðu tekið líklega í í fyrra, og svo kvaðst hann
og mundu skrifast á við nokkra þingmenn og skora á þá að fylgja sjer að
þessu; Jón spurði hann að hvort þetta mundi duga og hvert hann sæi
nokkur tök á því að fá Björn ráðh. ofan af því að fresta þinginu, en hann
taldi líklegt, að hann mundi ekki dirfast að gera það, ef bæði allir þeir,
er hefðu skorað á ráðherra að skjóta á aukaþingi, og nokkrir meiri hluta
þingmenn, sem ekki hefðu skrifað undir áskorunina, legðust á eitt.
22 tmm
337