Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar
ófærar, reiðgötur agablautar, vötn manndrápsvötn, þetta var eina leiðin.
Augun í mér sugu í sig vitneskju um heiminn, þó það væri eflaust ósönn
vitneskja. Eg kunni illa við mig ef augun höfðu ekkert fyrir stafni, hins-
vegar var mér sama þó eyrun væru aðgerðarlaus. Ég hef ætíð álitið að ég
sé illa gefin til eyrnanna, en betur til augnanna.
Ekki var myndafátæktin minni en bókafátæktin. Margur góður maður
held ég hafi lánað mér bók og var ég mikill bókabetlari. Lestrarfélög
voru einnig til og skólabókasöfn og sýslubókasöfn auk Landsbókasafns.
En mynd átti enginn, mynd var ekki til í landinu. Þó segi ég þetta ekki
satt, það voru til myndir í álagahúsinu, landslagsmyndir frá Noregi, ákaf-
lega skemmtilegar, heimur sem hægt var að skreppa inn í og príla þar á
háum brúm og bröttum stígum, en framandi tré uxu í brattanum og snotr-
ar kirkjur, ólíkar timburskúrnum okkar, sáust handan við hin freyðandi
vötn. Ég hélt þetta væri mun skárri veröld en mýrin, þar sem hvergi varð
stillt nema langvinnar breyskjur hefðu gengið. Sú mýri tók við utan álaga-
hússins.
Og svo gerðist undrið einn dag. Ég sá vesæla, bágborna prentmynd af
Næturvörðunum og Saskiu og Rembrandt eftir hann. Þessar myndir voru
víst í Skírni og ekki ólíklegt að þá hafi verið liðin 300 ár síðan hann
fæddist. Þetta mun hafa verið í bjartnættinu. Hlutirnir berast oss eftir
undarlegum leiðum stundum. Tvær vondar prentmyndir, og þegar í stað
vissi ég um Auðlegðina miklu. Þá og síðar gengu margir góðir listamenn
um í heimi þessum og gátu ekkert selt, en ég gat ekkert keypt. Hinsvegar
var ógrynni fjár varið til að halda stríð, halda úti stríði í meira en 4 ár,
og hefur það ekki enn fengizt útskýrt, hver meiningin var með þessu.
Einn segir þetta, annar hitt. (Eins og ég hef áður sagt, fyrirleit ég stríð
að því marki, að ég áleit að það væri ekki til.)
Það var víst ekki von ég græddi mikið, slíkur erkiletingi sem ég var
haldin vera. En var ég þá letingi? Ég meina ekki. Ég hef aldrei vitað að
neinn græddi á bardúsi. Hið eina sem ég hélt vera rangt, var að gera það
sem mér leiddist. Að vísu leiddist mér, og leiddist oft ákaflega, en ég
þvingaði mig ekki meira en ég þurfti.
Svona var fátæktin beisk að flestu leyti, og ekki til vegur í landinu.
Þetta var land í eyði. Islendingasögur voru til og þjóðsögur, drauga- og
huldufólkssögur auk ævintýra. Faðir minn átti báðar eddurnar. Hjá hon-
um las ég Gylfaginningu, þetta skemmtilega ævintýri, og lærði það vel,
27 6