Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 38
Tímarit Máls og menningar ófærar, reiðgötur agablautar, vötn manndrápsvötn, þetta var eina leiðin. Augun í mér sugu í sig vitneskju um heiminn, þó það væri eflaust ósönn vitneskja. Eg kunni illa við mig ef augun höfðu ekkert fyrir stafni, hins- vegar var mér sama þó eyrun væru aðgerðarlaus. Ég hef ætíð álitið að ég sé illa gefin til eyrnanna, en betur til augnanna. Ekki var myndafátæktin minni en bókafátæktin. Margur góður maður held ég hafi lánað mér bók og var ég mikill bókabetlari. Lestrarfélög voru einnig til og skólabókasöfn og sýslubókasöfn auk Landsbókasafns. En mynd átti enginn, mynd var ekki til í landinu. Þó segi ég þetta ekki satt, það voru til myndir í álagahúsinu, landslagsmyndir frá Noregi, ákaf- lega skemmtilegar, heimur sem hægt var að skreppa inn í og príla þar á háum brúm og bröttum stígum, en framandi tré uxu í brattanum og snotr- ar kirkjur, ólíkar timburskúrnum okkar, sáust handan við hin freyðandi vötn. Ég hélt þetta væri mun skárri veröld en mýrin, þar sem hvergi varð stillt nema langvinnar breyskjur hefðu gengið. Sú mýri tók við utan álaga- hússins. Og svo gerðist undrið einn dag. Ég sá vesæla, bágborna prentmynd af Næturvörðunum og Saskiu og Rembrandt eftir hann. Þessar myndir voru víst í Skírni og ekki ólíklegt að þá hafi verið liðin 300 ár síðan hann fæddist. Þetta mun hafa verið í bjartnættinu. Hlutirnir berast oss eftir undarlegum leiðum stundum. Tvær vondar prentmyndir, og þegar í stað vissi ég um Auðlegðina miklu. Þá og síðar gengu margir góðir listamenn um í heimi þessum og gátu ekkert selt, en ég gat ekkert keypt. Hinsvegar var ógrynni fjár varið til að halda stríð, halda úti stríði í meira en 4 ár, og hefur það ekki enn fengizt útskýrt, hver meiningin var með þessu. Einn segir þetta, annar hitt. (Eins og ég hef áður sagt, fyrirleit ég stríð að því marki, að ég áleit að það væri ekki til.) Það var víst ekki von ég græddi mikið, slíkur erkiletingi sem ég var haldin vera. En var ég þá letingi? Ég meina ekki. Ég hef aldrei vitað að neinn græddi á bardúsi. Hið eina sem ég hélt vera rangt, var að gera það sem mér leiddist. Að vísu leiddist mér, og leiddist oft ákaflega, en ég þvingaði mig ekki meira en ég þurfti. Svona var fátæktin beisk að flestu leyti, og ekki til vegur í landinu. Þetta var land í eyði. Islendingasögur voru til og þjóðsögur, drauga- og huldufólkssögur auk ævintýra. Faðir minn átti báðar eddurnar. Hjá hon- um las ég Gylfaginningu, þetta skemmtilega ævintýri, og lærði það vel, 27 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.