Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 124
Tímiirit Máls og mcnningar
risið upp gegn þeim lögmálum sem hvíldu á öllum, jafnt háum sem Iág-
um. Hann var sekur um ofurdramb og óhóf; fyrir það varð hann að
gjalda. En bóndinn sem sezt í sæti hans veldur ekki hlutverkinu sem
höfðingja bar að rækja, og af sömu ástæðu getur Hrafnkell ekki orðið
bóndi eða múgamaður, heldur verður brátt foringi og leiðtogi í nýju
byggðarlagi. Hér er ekki um að ræða fyrst og fremst persónulega kosti
Hrafnkels eina saman, eða persónulega vankanta á Sámi; annar var að
eðli og drottinhelgaðri skipan múgamaður, „laborator", hinn var í krafti
sömu forsjár höfðingi, „bellator". í þessu efni skiptir ekki máli hvort bilið
milli stéttanna er meira eða minna, en sumt bendir til þess að það hafi
löngum verið tiltölulega minna hérlendis en sums staðar í öðrum löndum.
Það sem skiptir máli er „eðlið“ og samfélagsskipanin.
Hrafnkell vinnur ódæði á leiðinni til Aðalbóls. En það breytir ekki
„eðli“ hans. I þessu er rétt að minnast orða Hrafnkels er þeir Þorbjörn
ræddu bætur eftir Einar; Hrafnkatli ofbauð er Þorbjörn þóttist „jafnmennt-
ur“ honum sjálfum enda gat slíkt vitanlega ekki komið til greina. Sagan
hlýtur að fá endalok í því að réttu samfélagslegu jafnvægi og samræmi er
náð á ný: Bóndinn er bóndi og höfðinginn höfðingi. Samfélagið er lífræn
heild sem starfar eins og flókið sigurverk í jafnvægi og samræmi allra
einstakra þátta þess, og þetta úrverk er í samræmi við vilja Guðdómsins.
Höfðinginn varð að gjalda fyrir brot sitt, ofurdrambið, og fyrir það óhóf
að leyfa sér að vinna eið sem gekk í berhögg við vald Drottins, en alveg
á sama hátt var það ofurdramb bóndans að ætla að brjótast út fyrir arf-
stétt sína og setjast í sæti höfðingjans. Fyrir þetta hlaut bóndinn einnig
að gjalda svo að jafnvægi og samræmi yrði náð.
Hér hefur ekki verið fjallað um þá kenningu Hermanns Pálssonar að
Brandur ábóti Jónsson sé höfundur Hrafnkels sögu og að sagan sjálf sé
að miklu leyti Iykilsaga, tekin saman sem dæmisaga um atburði úr samtíð
höfundarins. Þessi atriði tel ég raunar ekki aðalatriði í hugmyndum Her-
manns. Meginkenning Hermanns stenzt að mínum dómi, jafnvel þótt hér
hafi verið nefnd rök sem hníga ekki til sömu áttar og hann hafði stefnt.
Hrafnkels saga ber með sér greinileg kristin miðaldaviðhorf, og svo mun
og reynast um aðrar Islendinga sögur þegar og ef nánar er að gætt. Hrafn-
kels saga lýsir ríkjandi hugmyndum um stéttir og samfélagsskipan; hún
lýsir þjóðfélagslegum skyldum og réttindum. En það verður að hafa í huga
að hugmyndir miðaldamanna um þjóðfélagsmál voru beinlínis þáttur í
362