Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 124

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 124
Tímiirit Máls og mcnningar risið upp gegn þeim lögmálum sem hvíldu á öllum, jafnt háum sem Iág- um. Hann var sekur um ofurdramb og óhóf; fyrir það varð hann að gjalda. En bóndinn sem sezt í sæti hans veldur ekki hlutverkinu sem höfðingja bar að rækja, og af sömu ástæðu getur Hrafnkell ekki orðið bóndi eða múgamaður, heldur verður brátt foringi og leiðtogi í nýju byggðarlagi. Hér er ekki um að ræða fyrst og fremst persónulega kosti Hrafnkels eina saman, eða persónulega vankanta á Sámi; annar var að eðli og drottinhelgaðri skipan múgamaður, „laborator", hinn var í krafti sömu forsjár höfðingi, „bellator". í þessu efni skiptir ekki máli hvort bilið milli stéttanna er meira eða minna, en sumt bendir til þess að það hafi löngum verið tiltölulega minna hérlendis en sums staðar í öðrum löndum. Það sem skiptir máli er „eðlið“ og samfélagsskipanin. Hrafnkell vinnur ódæði á leiðinni til Aðalbóls. En það breytir ekki „eðli“ hans. I þessu er rétt að minnast orða Hrafnkels er þeir Þorbjörn ræddu bætur eftir Einar; Hrafnkatli ofbauð er Þorbjörn þóttist „jafnmennt- ur“ honum sjálfum enda gat slíkt vitanlega ekki komið til greina. Sagan hlýtur að fá endalok í því að réttu samfélagslegu jafnvægi og samræmi er náð á ný: Bóndinn er bóndi og höfðinginn höfðingi. Samfélagið er lífræn heild sem starfar eins og flókið sigurverk í jafnvægi og samræmi allra einstakra þátta þess, og þetta úrverk er í samræmi við vilja Guðdómsins. Höfðinginn varð að gjalda fyrir brot sitt, ofurdrambið, og fyrir það óhóf að leyfa sér að vinna eið sem gekk í berhögg við vald Drottins, en alveg á sama hátt var það ofurdramb bóndans að ætla að brjótast út fyrir arf- stétt sína og setjast í sæti höfðingjans. Fyrir þetta hlaut bóndinn einnig að gjalda svo að jafnvægi og samræmi yrði náð. Hér hefur ekki verið fjallað um þá kenningu Hermanns Pálssonar að Brandur ábóti Jónsson sé höfundur Hrafnkels sögu og að sagan sjálf sé að miklu leyti Iykilsaga, tekin saman sem dæmisaga um atburði úr samtíð höfundarins. Þessi atriði tel ég raunar ekki aðalatriði í hugmyndum Her- manns. Meginkenning Hermanns stenzt að mínum dómi, jafnvel þótt hér hafi verið nefnd rök sem hníga ekki til sömu áttar og hann hafði stefnt. Hrafnkels saga ber með sér greinileg kristin miðaldaviðhorf, og svo mun og reynast um aðrar Islendinga sögur þegar og ef nánar er að gætt. Hrafn- kels saga lýsir ríkjandi hugmyndum um stéttir og samfélagsskipan; hún lýsir þjóðfélagslegum skyldum og réttindum. En það verður að hafa í huga að hugmyndir miðaldamanna um þjóðfélagsmál voru beinlínis þáttur í 362
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.