Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 64
Jón Óskar
Vandinn að þýða ljóð
Fyrir nokkrum árum athugaði ég lauslega hvað þýtt hefði verið af ljóðum
úr frönsku og niðurstaðan varð sú að sama og ekkert hefði verið þýtt Ijóða-
kyns úr því máli fyrr en á þessari öld. Helsta heimild mín fyrir utan nýrri
þýðingar var bók Alexanders Jóhannessonar Menningarsamband Frakka
og Islendinga, útgefin í kringum áramót 1943-1944, að því er ætla má
af dagsetningu formálans. Þar koma þó ekki öll kurl til grafar og munu
vera til ýmsar þýðingar í blöðum og tímaritum að minnsta kosti frá þess-
ari öld sem þar eru ekki upp taldar. Nokkrum árum eftir að ég gerði
þessar lauslegu athuganir lagði ég út á þann hála ís að bera sumar þýð-
inganna saman við frumtextann og meta gildi þeirra. Tilgangur minn
með því var ekki að lítillækka þýðendurna eða upphefja þá, heldur ein-
faldlega að gera sjálfum mér og öðrum grein fyrir hvernig til hefði tekist
og þó framar öllu að reyna að koma mönnum í skilning um hversu vanda-
samt verk er að þýða Ijóð, en af flestum Ijóðaþýðingum sem birtast í
tímaritum eða blöðum er helst hægt að draga þá ályktun, að það sé orðin
almenn skoðun meðal bókmenntasinnaðra manna um þessar mundir að
ekki þurfi að hafa meira fyrir því að þýða ljóð en auglýsingatexta, ef
ljóðið er órímað eða í frjálsu formi.
I athugunum mínum fikraði ég mig smám saman nær okkar tímum,
þar til ég var kominn að sjálfum mér. Þá lét ég staðar numið. Ætlaði þó
ekki í upphafi að hlífa sjálfum mér, en hafði ekki þrek til að halda lengra
að sinni. Niðurstöður mínar af fyrrgreindum athugunum voru þær að oft
hefði mönnum mistekist við þá iðju að þýða frönsk ljóð, en þó hefði
nokkrum þýðendum tekist vel og jafnvel frábærlega við einstök kvæði,
nefndi þar helsta þá Magnús Asgeirsson, Helga Hálfdanarson og Jón
Helgason prófessor. Síðan ég gerði athuganir mínar hefur Yngvi Jóhannes-
son sent frá sér bók ljóðaþýðinga, þar sem eru m. a. nokkur frönsk ljóð
sem mikill fengur er að, t. d. ágæt þýðing á Ijóði eftir Mallarmé, fyrsta
ljóðið eftir það fræga skáld sem birtist í íslenskri þýðingu, svo mér sé
302