Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 83
Ráðherradagar Björns Jónssonar
fundarhaldi fyrir kjósendur í Reykjavík. Komust miðstjórnarmenn að
sömu niðurstöðu um fundahaldið sem Framstjórnin, sbr. auglýsingu í Þjóð-
ólfi um fundinn 62. árg. 5. tbl. 19. bls. Fundarboð og í laugardagsblöð-
unum. Þar var og samin tillaga, er borin skyldi upp á fundinum; kastaði
Jón Olafsson ritstjóri henni upp.
Laugardaginn þ. 5. febr. í rökkrinu ljetu þingmenn Reykjavíkur festa
upp á nokkrum stöðum ávarp, Til kjósenda í Reykjavík, þar sem þeir
löttu kjósendur í Reykjavík og rjeðu þeim frá að sækja fundi þessa, með
því að nokkuð einhliða væri boðað til þeirra og af því að Goodtemplar-
húsið rúmaði fullskipað þrem sinnum ekki nema rúman V$ allra kjósenda
í Reykjavík. Tjáðu þeir sig fúsa til, ef þess væri almennt óskað, að halda
fund úti, þegar veður leyfði og nægur undirbúningur væri genginn á
undan til þess að undirbúa fund úti við.
[Til kjósenda í Rvík!
Það er bersýnilegt, að það er ófullnægjandi fyrir kjósendur í þessum bæ og auk
þess heldur marklítið, þó að haldnir sjeu hér 3 deildarfundir, hver eptir annan, í
húsi, er þrem sinnum samanlagt tekur ekki meira en frekan þriðjung kjósenda, —
skuli þar taka ákvæði um málefni, er mönnum finnst miklu skipta. Og ekki gerir
það fundi þessa merkari, sé til þeirra boðað fremur einhliða. Það vantar lítið á,
að það sé óhæfa, að misbjóða bæjarmönnum svo, að fyrirmuna nær tveim þriðj-
ungum allra alþingiskjósenda hér að geta tekið þátt í slíkum fundi, ef þeir óska.
Við höfum því ákveðið að halda hér almennan kjósendafund — sé hans al-
mennt af okkur óskað, sem hefir enn ekki verið, — undir berum himni, svo að
allir kjósendur geti komist að. Mun sá fundur verða auglýstur á götum og götu-
hornum bæjarins í einsýnu veðri að morgni þess dags, er hann verður haldinn og
þar til hefir verið hafður nægur undirbúningur um fundarstað og fleira, sem þörf
er á.
Reykjavík 5.febr. 1910.
Jón Þorkelsson. Magnús Blöndahl.]
Laugardagsmorguninn þ. 5. barst Lögrjettu og Reykjavík svolátandi sím-
skeyti frá Kaupmannahöfn. (Fregnmiði um skeytið saminn af Jóni Olafs-
syni sendur út af Lögr. og Rvík. Sjá frekar um það í Rvík.)
Zahle erklærer Folketinget:
Regeringen betragter Udkastet bortfaldet. Onsker ikke Islands Stilling forandret.
Statskassen erholder igen Trawlerböderne. Islands Minister forsikret Woga-Bjarni
ingen politisk Mission. Lovet Tilbagekaldelse, hvis Woga-Bjarni politiserer.
Dýpra og dýpra. Áframhald af atferli ráðherra í forsetaförinni sælu. Mun
2 1 TMM
321