Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 42
Tímarit Máls og menningar
jurt, og ég gaf hana Jósep á Svarfhóli móðurbróður mínum, en Guðbjörg
ráðskona drap hana með því að baða berar ræturnar lengi í þykkum legi
af kúamykju. Eg ræktaði helianthus tvisvar, sólarblómið, og hið fyrra
skiptið ætlaði það sér ekki af, en óx upp að loftinu í stofunni áður en
blómið sprakk út, en þarna var of dimmt fyrir blómið og of þröngt um
það, og því leiddist að lifa og dó óútsprungið. Svona leiddist mér einnig
að lifa stundum í æskunni og fannst ég ekki springa út (nú veit ég að
þetta er algengt), sálarkornið sem mér óx týndist mér, og vaknaði ég oft,
við það með söknuði, að ég fann að farið var það sem aldrei varð bætt.
Hinn síðari helianthus hafði minni mold að vaxa í, og var hann for-
sjálli, blóm hans óx ótrúlega stórt og gott, stærra en lófar mínir báðir,
svart í miðju, gult á jöðrum. Fannst því undarlegt að vera komið til þessa
framandi lands sunnan úr heimi? Ekki varð ég þess vör, en hvenær hefur
sólblóm gert meiri gleði en mitt gerði mér, nema auðvitað sólblómið hans
Vincents. Það sneri höfði móti geislunum sem komu gegnum gardínuna,
og það lifði lengi. En svo gafst ég upp við að láta þessa jurtarrenglu
spretta sumarlangt til óprýði áður en hún blómgaðist.
Eg get ekki talið alla þá mergð jurta sem ég hafði, og voru sumar glær-
ar, aðrar rauðar, en tvær ilmuðu sætast: gyldenlak, sem Matthías kallaði
gulltopp, og reseda. En enginn ilmur jafnast á við rósailminn, og er hann
lækning. Rósaraldinið er svo þrungið C-vítamíni sem aldin getur frekast
verið, og af því má seyða hollan drykk. En hvað skal hollusta; eimr skul-
um vér brugga oss. Vitur maður sagði mér, að líf vort væri sjúkdómur
og illt í sjálfu sér: Lífið er sjúkdómur í guði, sagði hann; og þá hætti ég
að skilja. Eða var hann óvitur?
1952
280