Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 90
'Timarit Máls og menningar
Samþykkt með 42 atkv. gegn 17.
3. Með því að fundurinn telur aðfarir ráðherra, einkum gagnvart Landsbankanum,
í gufuskipamálinu og með skipun viðskiptaráðanautsins, skaðlegar hagsmunum
og áliti þjóðarinnar, lýsir hann yfir fyllsta vantrausti á stjórn hans.
Samþykkt með 35 atkv. gegn 11.
Lögrjetta og ísafold geta þess, að þingmaðurinn hafi verið andvígur
öllum tillögunum. Og Isafold kallar fund þenna í 18. tölubl. 19. mars
Smalafund riddaranna og segir að sjálfstæðismönnum á Seyðisfirði hafi
alls ekki þótt „taka því að vera að sækja hann“ og „miklu meira en helm-
ingur kjósenda (100)“ hafi setið heima. En það er harla ótrúlegt.
Stjakað við Árnesingum og ísfirðingum. Bréf Ólafs Briems
19. mars kl. 9 síðd. var fundur haldinn af miðstjórn Heimastjórnar-
flokksins í húsi Hannesar bankastjóra Hafsteins. Var þar rætt um hinar
pólitísku horfur, og Hannes Hafstein gat þess, að með því að Jóhann
Kristjánsson hefði enn ekki sjeð sjer fært að fara austur í Arnessýslu fyrir
miðstjórnina til þess að ýta undir Arnesinga að skora á þingmenn sína að
gangast fyrir, að haldinn væri allsherjarfulltrúafundur fyrir alla sýsluna
til þess að ræða um bankamálið og aukaþingskröfuna, þá hefði sjer dottið
í hug, hvort ekki mætti spara för Jóhanns og snúa sjer heldur til kaup-
fjelagsstjóra Jóhanns Daníelssonar, sem væri hjer staddur og fá hann til
þess að umgangast það við sýslunga sína, að þeir kysi menn á fulltrúa-
fund fyrir alla sýsluna. Hann kvað Jóhann vera fúsan til að takast þetta
á hendur og gera út mann til þess að ferðast um sýsluna og undirbúa fundar-
haldið gegn því, að miðstjórnin stæði straum af ferðalagi mannsins. Var
það samþykkt að fela Jóhanni málið og að sjóður Heimastjórnarflokksins
stæði straum af kostnaði þeim, sem sendiför manns þess, er sendur yrði
um sýsluna, hefði í för með sjer.
Þá gat Hannes þess, að hann hefði skrifað Arna Sveinssyni á Isafirði
og beðið hann að gangast fyrir fundarhaldi í kaupstaðnum. Las hann upp
kafla úr brjefi Arna, sem taldi ýmsa örðugleika á fundarhaldi í kaupstaðn-
um, meðan að Skúli væri svona tvíbentur í bankamálinu og Sigurður
Stefánsson þingmaður kaupstaðarins ljeti þar af leiðandi ekki á sjer bæra.
En þó kvaðst Árni mundu gera það sem í sínu valdi stæði til þess að
328