Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 77
Rdðherradagar Björns Jónssonar
Björnsson í Borgarnesi hefði sagt Arinbirni bókbindara Sveinbjarnarsyni
í talsímanum, að fulltrúafundur Mýramanna, sem vikið var að hjer að
framan, skyldi haldinn í Borgarnesi 21. jan. Urslit Sauðárkróksfundarins
munu hafa ýtt þeim á stað svo snemma. Þessi fregn um fundinn reyndist
ranghermi. Þingmaður Mýramanna Jón Sigurðsson tók upp hjá sjer að
boða fundinn; skyldi hann haldinn í Borgarnesi þ. 31. janúar og vera al-
mennur kjósendafundur, því að þingmanninum þótti það frjálslegra. Mið-
stjórn Heimastjórnarflokksins ákvað á fundi föstudaginn þ. 14. hjá Hannesi
Hafstein að gera ráðstafanir til þess að fundurinn yrði vel sóttur. Skyldi
talsíma til helztu manna þar upp frá, er hægt væri að ná í (Runólfs í
Norðtungu, Davíðs Þorsteinssonar á Arnbjargarlæk, Jóns Björnssonar í
Borgarnesi, Jóhanns í Sveinatungu) og skrifa Jóni Björnssyni brjef með
Ingólfi þ. 17. janúar og heita þeim, sem sæktu fundinn úr Þverárhlíðinni
og Hvítársíðunni, styrk til fararinnar, ef þeir þyrfti með, er mætti þó ekki
fara fram úr 50 kr. alls og alls. Skrifaði Þorleifur Davíð Þorsteinssyni á
Arnbjargarlæk en Hannes Hafstein Jóni póstafgreiðslumanni og kaup-
manni í Borgarnesi brjef til þess að herða á þeim.
Sunnudaginn þ. 16. janúar kl. 5 e. h. var fundur hjá Jóni Þorlákssyni
haldinn af stjórn fjelagsins Fram til þess að ræða um með hverju móti
væri vænlegast að stofna til almenns borgarafundar eða fulltrúafundar
fyrir Reykjavík. Eptir tillögu Þorleifs H. Bjarnasonar var samþykkt að orð-
færa það við 7 menn úr Sjálfstæðisflokknum, 7 menn úr Heimastjórnar-
flokknum og 7 borgara aðra, sem teljast mætti milli flokka, að gangast
fyrir boðun slíks fundar og fá þingmennina þangað til viðtals. En sjálf-
stæðismenn er þetta var orðað við, Hannes Þorsteinsson fyrv. ritstjóri,
Benedikt Sveinsson og Guðmundur læknir Hannesson, tóku því fálega að
stofna til slíks fundar og Guðmundur læknir og Benedikt Sveinsson vildu
ekki heyra aukaþing nefnt á nafn í þessu sambandi. Hverju hinir sjálf-
stæðismennirnir svara eða hafa svarað (Haraldur Níelsson, Guðm. Jakobs-
son, Einar Finnsson, Jón Þórðarson kaupmaður) er enn ekki kunnugt (20/1
1910), en líklega verður það á sömu leið og hinir.
Brjef það er getið er í Lögrjettu 19. janúar 1910 var brjefspjald, er
Magnús Stephensen junior skrifaði Pjetri Zóphóníusarsyni með Fálkanum
og dags. Khöfn 8. janúar. Brjefið hljóðaði svo:
Bankamennirnir gefa enga skýrslu opinberlega, tilkynna bara, að þar sem allt sje
í reglu, breytist ekkert samband bankans (Landmandsbankans) við Landsbankann.
Sbr. athgs. „Lögrjettu" við brjefið.
315