Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 149
um stað, sem verkist til helminga í
blokk og flakaumbúðir" (bls. 49).
Athugun á þessum grundvelli leiddi
í ljós, að „miðað við þrengsm mörk
(flöskuháls) afkastagetu hvers frystihúss,
er afkastageta hraðfrystihúsanna innan
ramma áætlunarinnar 13,5% minni
heldur en heildarafkastageta frystingar,
sem reyndist vera þrengsm mörk eins
vinnslustigs fyrir landið í heild, eða 75,1
þús. tonn á móti 86,7 þús. tonnum á
mánuði" (bls. 50). Þessi niðurstaða
orkar nokkurra tvímæla. Þá einn eða
tvo mánuði ársins, sem mestur afli berst
á land, virðist mega miða við 20 klst.
vinnslu á sólarhring og a. m. k. 25 sól-
arhringa vinnslu á mánuði, þ. e.
172.568-199.850 tonna hámarksafköst
á mánuði. Ef miðað er við fisk upp úr
sjó, en ekki slægðan fisk með haus verða
hámarksafköstin talin 25% meiri.
I greinargerðinni segir um tilgang
áætlunarinnar og stöðu: „Hraðfrysti-
húsaáætluninni er ætlað að hafa stefnu-
markandi gildi, að því er tekur til opin-
berrar hvatningar og fyrirgreiðslu til
uppbyggingar frystihúsanna. Stefnu-
mörkun þessi hefur gildi í megindrátt-
um, en er ekki skuldbindandi um út-
færslu einstakra framkvæmda eða fyrir-
greiðslu þeirra vegna. — Gildi atvinnu-
vegaáætlunar sem þessarar er að sjálf-
Umsagnir um bcskur
sögðu óvissara en samsvarandi áætlana
á vettvangi hins opinbera, þar sem fram-
kvæmdaaðilarnir eru fjölmargir aðilar
einkarekstrar eða félagsrekstrar, og
áform þeirra sundurleit" (bls. 14). Og
enn: „Tímasetning áætlunarinnar eða
skipting hennar í ársáfanga er sérstök-
um fyrirvara háð. Jafnvel þótt fullvíst
væri um öll framkvæmdaáform sem
heild, hlýtur framkvæmdatíminn að
verða að verulegu leyti háður afkomu
rekstrarins, framlagi eigin fjár fram-
kvæmdaaðila og ennfremur möguleik-
um á lánsfjárútvegun, sem breyst betur
frá ári til árs" (bls. 14).
Þótt samningu áætlunarinnar hafi
verið þröngar skorður settar, hlýmr hún
að verða talin merkilegt framlag til ís-
lenskra hagsýslumála. Athygli þarf samt
sem áður að vekja á því, að hæpið er
að fiskvinnsla í hverri verstöð verði met-
in ein sér (eða með öðrum orðum á
grundvelli eins og sama fiskverðs á öllu
landinu eða á landshluta). Ollu eðlilegra
er að meta framleiðslukostnað fiskaf-
urða í hverri verstöð í einu lagi, þ. e.
kostnað veiðiskipa og fiskvinnslustöðva
sameiginlega. Saknað er athugunar á
samhengi vinnslumagns frystihúsa og
vinnslukostnaðar þeirra á einingu.
Haraldur Jóhannsson.
387