Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 108
Tímarit Máls og menntngar
hefi eg ekki sjeð; sömuleiðis er mælt, að fyrirspurn frá Lundúnum hafi
og komið til nokkurra manna hjer í bæ um ofangreint skeyti frá Ritzau
og að sent hafi verið aptur skeyti til Lundúna og yfirlýsingu Björns and-
mælt.
Þann 1. okt. 1910 skrifar Oddur Hermannsson frá Kaupmannahöfn:
Get jeg sagt yður, að hann (o: ráðherrann) er hingað kallaður af ráðaneytisforset-
anum, en til hvers veit jek ekki með vissu, en mjer hefir verið sagt af manni, sem
veit lengra nefi sínu, að ofanígjöf muni Björn eiga í vændum hjer. Hvað þing-
frestun viðvíkur, mun Björn varla fá henni framgegnt, að því er til ráðherranna
hjer kemur, en allt er undir konungi komið, og vill hann eins og kunnugt er vera
allra vinur og öllum trúr.
17. okt. sagði Hannes Hafstein mjer, sennilega eptir brjefi frá Neer-
gaard eða kannske fyrir munn Schous bankastjóra, sem mun hafa haft sitt
vit úr forsætisráðherra Berntsen, að Birni Jónssyni mundi veita erfitt að
fá konung til að fresta þinginu. Þann 20. okt. kom símskeyti frá Kaup-
mannahöfn til heimastjórnarblaðanna, sem greinir frá, að Arnessýsla hafi
samþykkt þingfrestun. L. H. Bjarnason fór þá í Hannes Þorsteinsson 1.
þingmann Arnesinga og fjekk hann til þess að senda Ritzau mótmæli móti
skeyti því, sem E. Hjörleifsson hafði símað Politiken, að þeim þingmönn-
unum fornspurðum, og bað E. Hjörleifsson, að því er L. H. Bjarnason sagði
eptir Hannesi Þorsteinssyni, Hannes hálfvegis um gott veður, af því að
símskeyti hans til Politiken hefði verið miður nákvæmt. Skeyti E. H. er
birt í Isafold 26. október 1910. Mun frásögnin um þingmálafundinn á
Selfossi vera dáltið lituð bæði í meira- og minnihluta blöðunum, en svo
mun Isafold hafa lagt á smiðshöggið með því að fá vottorð frá Eggert
Benediktssyni fundarstjóra á Selfossfundinum og fundarskrifaranum þar,
síra Olafi Magnússyni frá Arnarbæli; en það er áreiðanlegt eptir fram-
burði manna sem lesið hafa og sjeð fundarskýrsluna, að niðurlagsorðin,
sem Eggert og Olafur Magnússon votta um, voru strikuð út í fundar-
skýrslu þeirri, sem blöðin fengu hjá Hannesi og Sigurði Sigurðssyni, þing-
mönnum sýslunnar. Annars hefir Sigurður Sigurðsson 2. þingmaður sýsl-
unnar orðið þrísaga um, hvað gerzt hafi á fundinum. Þessi blaðadeila um
tillögu Selfossmanna um að halda þingið á reglulegum tíma sýnir annars,
þó í litlu sje, hversu valt er að trúa blöðunum.
346