Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 51
Káta Lovísa
Hildebrandts borgarleikara, sem var rómuð fyrir söng. Aðrir í nefndinni
voru: Hildebrandt sjálfur, Witznagel meðdómari, ungur málari, auk Al-
freðs Láutners, og eru þá ótaldir nokkrir stúdentar sem meðdómarinn
hafði grafið upp til að sýna negradans.
Viku eftir að Amra tók ákvörðun sína kom umrædd nefnd saman til
fundar í Keisarastræti, einmitt í litlu notalegu setustofunni hennar frú
Ömru. Þykkt teppi huldi gólfið og þarna var arinn sem svolítið hafði verið
lagt í. Auk þess var þarna sófi með mörgum sessum, stofupálmi, enskir
hægindastólar leðurfóðraðir og mahóníborð með bjúgrenndum fómm, þar
sem stóðu diskar með smurðu brauði, fagurlega skreyttu, tvær belgvíðar
sérríflöskur ásamt glösum. Amra sat í sófanum í skugga pálmans, skorðuð
innan um sessurnar, og hafði krosslagt fæturna um knén. Hún var fögur
eins og hlý sumarnótt. Treyjan hennar var úr ljósu þunnu silki, en pilsið
var þykkt úr dökku, stórrósóttu efni. Við og við strauk hún kastaníubrúnt
hárið upp frá lágu enninu. — Söngkonan frú Hildebrandt sat einnig í sóf-
anum við hlið hennar. Hún var rauðhærð og í reiðfötum. Andspænis kon-
unum sátu karlmennirnir í þéttum hálfhring, þar á meðal málflutnings-
maðurinn, sem hafði fundið sér lágan leðurkoll og var fram úr máta vand-
ræðalegur á svipinn. Stöku sinnum varp hann öndinni þyngslalega og
kyngdi, líkt og hann ætti við þráláta ógleði að stríða... Alfreð Láutner
hafði afþakkað stól og hallaði sér makindalega upp að arninum. Hann var
í tennisfötum, sérlega fríður, vel á sig kominn og frísklegur; þóttist alltof
óþolinmóður til að geta setið kyrr.
Herra Hildebrandt talaði um ensk ljóðlög hljómfagurri röddu. Hann
var ákaflega sterkbyggður maður, rómverskur í andliti og öruggur í fram-
komu, klæddur vönduðum, dökkum jakkafötum. Hann var leikari að
mennt og bjó yfir afar traustri þekkingu og fáguðum smekk. I vinahópi
hafði hann miklar mætur á að kveða upp dóma yfir Ibsen, Zola og Tolstoj,
sem að hans mati fylgdu allir sömu fráleitu stefnunni. I dag lét hann svo
lítið að ræða um hversdagsleg málefni.
„Þekkið þið, heiðursfólk, kostulegt ljóð sem heitir „That’s Maria!“?“
sagði hann... „Það er svolítið tvírætt, en rækalli skondið. Auk þess eru
vitanlega hin frægu...“ Hann taldi upp nokkur ljóð sem menn samþykktu
og frú Hildebrandt féllst á að syngja. - Unga málaranum, sem var axla-
siginn með ljósan hökutopp, var falið að leika töframann, en sjálfur ætlaði
Hildebrandt að annast kynningu frægra manna... I stuttu máli, allt féll
19 tmm
289