Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 126
Lýður Björnsson
(,Aldrei hann fyrir aftan kýr4<
Á nokkrum stöðum í íslenzkum þjóð-
sögum er greint frá eilífðarverum, sem
áttu það til að koma við í fjósinu og
binda kýrnar saman á hölunum. Ekki
virðist þó öðrum vættum en púkum og
draugum hafa verið ætlað að sýna af sér
slíkt framferði, en af þessum má nefna
Erlend draug, Eyjaselsmóra, púkann í
fjósi Sæmundar fróða og púka í sögunni
Púkarnir með pokana.1) Athafnir þess-
ara vætta verða ekki gerðar að frekara
umræðuefni að sinni, heldur vikið að
öðrum frásögnum og eldri, þar sem at-
hæfi af framangreindu tagi er þáttur í
örlagaríkri atburðarás.
Frásagnir Gísla sögu Súrssonar og
Droplaugarsona sögu af vígum þeirra
Þorgríms goða Þorsteinssonar og Helga
Ásbjarnarsonar hafa Iengi verið fræði-
mönnum íhugunarefni, enda hafa þeir
þótzt finna rittengsl milli þessara tveggja
fornsagna. Mikið hefur verið ritað um
þetta efni og kynni því einhverjum að
finnast farið að bera í bakkafullan læk-
inn að bæta þar við. Þó skal á þetta
hætt, en fyrst þykir við hæfi að birta þá
kafla úr þessum fornritum, sem fjalla
um þessa atburði.
Gísla saga2) greinir svo frá vígi Þor-
gríms:
„Gísli gengur með honum (Geir-
mundi, frænda sínum) og allt að garði
og mælti: „Nú er þann veg, að ég þykj-
umst góða hafa gert ferð þína, og vildi
ég, að þú værir mér nú leiðitamur um
það, sem mig varðar, og sér æ gjöf til
gjalda, og vildi ég, að þú létir lokur
frá hurðum þremur í kvöld, og mættir
þú muna, hversu þú varst beiddur til
fararinnar." Geirmundur svarar: „Mun
Þorkatli bróður þínum við engu hætt?“
„Við alls engu,“ sagði Gísli. „Þá mun
þetta áleiðis snúast,“ sagði Geirmund-
ur.... Síðan koma boðsmenn um kvöld-
ið (til Sæbóls). Og þykknar veðrið, ger-
ir þá logndrífu um kvöldið, og hylur
stígu alla.
XVI. kapituli
Börkur og Eyjólfur koma um kvöldið
með sex tugi manna, og var þar hundr-
að manna, en hálft að Gísla. Tóku
menn til drykkju um kvöldið, og fara
menn í rekkjur eftir það og sofa. Gísli
mælti við Auði, konu sína: „Ég hef
ekki gefið hesti Þorkels hins auðga, og
gakk þú með mér og lát loku fyrir hurð
og vaki, á meðan ég geng í brott, og lát
frá loku, er ég kem aftur.“ Hann tekur
spjótið Grásíðu úr örkinni og er í kápu
blárri og í skyrm og í línbrókum, og
gengur hann síðan til lækjar þess, er
fellur á milli bæjanna og tekið var neyt-
ingarvatn af hvorum tveggja bænum.
Hann gengur götu til lækjarins, en veð-
364