Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Síða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Síða 126
Lýður Björnsson (,Aldrei hann fyrir aftan kýr4< Á nokkrum stöðum í íslenzkum þjóð- sögum er greint frá eilífðarverum, sem áttu það til að koma við í fjósinu og binda kýrnar saman á hölunum. Ekki virðist þó öðrum vættum en púkum og draugum hafa verið ætlað að sýna af sér slíkt framferði, en af þessum má nefna Erlend draug, Eyjaselsmóra, púkann í fjósi Sæmundar fróða og púka í sögunni Púkarnir með pokana.1) Athafnir þess- ara vætta verða ekki gerðar að frekara umræðuefni að sinni, heldur vikið að öðrum frásögnum og eldri, þar sem at- hæfi af framangreindu tagi er þáttur í örlagaríkri atburðarás. Frásagnir Gísla sögu Súrssonar og Droplaugarsona sögu af vígum þeirra Þorgríms goða Þorsteinssonar og Helga Ásbjarnarsonar hafa Iengi verið fræði- mönnum íhugunarefni, enda hafa þeir þótzt finna rittengsl milli þessara tveggja fornsagna. Mikið hefur verið ritað um þetta efni og kynni því einhverjum að finnast farið að bera í bakkafullan læk- inn að bæta þar við. Þó skal á þetta hætt, en fyrst þykir við hæfi að birta þá kafla úr þessum fornritum, sem fjalla um þessa atburði. Gísla saga2) greinir svo frá vígi Þor- gríms: „Gísli gengur með honum (Geir- mundi, frænda sínum) og allt að garði og mælti: „Nú er þann veg, að ég þykj- umst góða hafa gert ferð þína, og vildi ég, að þú værir mér nú leiðitamur um það, sem mig varðar, og sér æ gjöf til gjalda, og vildi ég, að þú létir lokur frá hurðum þremur í kvöld, og mættir þú muna, hversu þú varst beiddur til fararinnar." Geirmundur svarar: „Mun Þorkatli bróður þínum við engu hætt?“ „Við alls engu,“ sagði Gísli. „Þá mun þetta áleiðis snúast,“ sagði Geirmund- ur.... Síðan koma boðsmenn um kvöld- ið (til Sæbóls). Og þykknar veðrið, ger- ir þá logndrífu um kvöldið, og hylur stígu alla. XVI. kapituli Börkur og Eyjólfur koma um kvöldið með sex tugi manna, og var þar hundr- að manna, en hálft að Gísla. Tóku menn til drykkju um kvöldið, og fara menn í rekkjur eftir það og sofa. Gísli mælti við Auði, konu sína: „Ég hef ekki gefið hesti Þorkels hins auðga, og gakk þú með mér og lát loku fyrir hurð og vaki, á meðan ég geng í brott, og lát frá loku, er ég kem aftur.“ Hann tekur spjótið Grásíðu úr örkinni og er í kápu blárri og í skyrm og í línbrókum, og gengur hann síðan til lækjar þess, er fellur á milli bæjanna og tekið var neyt- ingarvatn af hvorum tveggja bænum. Hann gengur götu til lækjarins, en veð- 364
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.